Sjálfstæði frestað og gengið til samningaviðræðna við Spán Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. október 2017 06:00 Katalónskir bændur lögðu dráttarvélum sínum við Sigurbogann í Barcelona í gær til að krefjast sjálfstæðis. vísir/afp Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Katalónar frestuðu því í gær að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni. Fresturinn er hugsaður til að ná samningum við spænsk stjórnvöld. „Við munum lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni en við erum að gefa þeim smá tíma,“ sagði Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, í ávarpi sínu til katalónska þingsins í gær. Hann biðlaði til spænskra stjórnvalda að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu héraðsins.Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu.vísir/afpTogstreitan á milli Spánverja og Katalóna hefur magnast dag frá degi allt frá því katalónska þingið samþykkti að kosið yrði um sjálfstæði héraðsins. Spánverjar lýstu kosningarnar ólöglegar og sendu lögreglu á svæðið til þess að gera kjörgögn upptæk. Átök við lögreglu á kjördag skiluðu hundruðum Katalóna á sjúkrahús. Alls kusu níutíu prósent þátttakenda með sjálfstæði en kjörsóknin var um fjörutíu prósent. Katalónska lögreglan, Mossos d’Esquadra, stóð vörð fyrir utan þinghúsið í gær og nánasta umhverfi hússins var lokað fyrir almenningi. Samkvæmt yfirvöldum var það gert í öryggisskyni. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, heldur ræðu á spænska þinginu í dag og hafði ekki tjáð sig um ræðu Puigdemont þegar Fréttablaðið fór í prentun. Hann hefur áður sagt að það komi ekki til greina að Katalónía fái að kljúfa sig frá Spáni. Samkvæmt stjórnarskrá Spánar hefur ríkisstjórnin rétt til þess að svipta Katalóníu sjálfsstjórnarréttindunum. Áður en forsetinn hélt ræðu sína biðlaði borgarstjóri Barcelona til hans og Rajoy um að reyna að draga úr spennunni. Ríkisstjórn Spánar hvatti Puigdemont jafnframt til þess að gera ekkert sem hann gæti ekki dregið til baka og að lýsa ekki yfir sjálfstæði einhliða. Evrópusambandsliðar hvöttu jafnframt til þess að sjálfstæðisyfirlýsing yrði ekki gefin út. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sagði slíka yfirlýsingu slæma fyrir Katalóna, fyrir Spánverja og fyrir gjörvalla Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31 Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16 Mest lesið Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00
Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Ekki er útilokað að héraðsstjórn Katalóníu verði leyst upp og boðað verði til nýrra kosninga þar. 8. október 2017 08:31
Hundruð þúsunda mótmæltu sjálfstæði Katalóníu Minnst 350 þúsund manns komu saman í Barcelona í dag til að mótmæla því að Katalónía hljóti sjálfstæði frá Spáni. 8. október 2017 18:16