Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2017 09:59 Harpa ásamt konum sem fóru á veiðar erlendis nýlega Mynd: Iceland Outfitters Konum er sífellt að fjölga í stang- og skotveiði og fyrirtækið Iceland Outfitters skipuleggur til að mynda ferðir þar sem konur leggja land undir fót með byssur sér við öxl og halda til veiða. Kvennaveiðifélagsskapurinn T&T international er að leggja land undir fót á næstu dögum þegar sjö íslenskar konur fara saman í veiðiferð til Eistlands. T&T international er félagsskapur kvenna sem hafa áhuga á veiði. "Við erum með mismikla reynslu af veiðum en einhversstaðar þurfa allir að byrja og við tökum óreyndum sem reyndum veiðikonum opnum örmum. T&T er að fara þriðju ferðina til Eislands núna í október og að þessu sinni eru 4 nýjar sem hafa ekki ferðast með okkur áður", segir Harpa Hlín Þórðardóttir forsvarskona hópsins. Við höfum verið að fara í ferðir á vorin og haustin og næsta ferð sem er í undirbúningi verður væntanlega farin til Spánar og mögulega verða farnar tvær ferðir í vor, til Spánar og til Skotlands en reynslan af Skotlandsferðunum hefur verið með eindæmum góð þar sem við höfum getað blandað skotveiði og stangveiði saman. "Áhugasamar konur geta fundið okkur á facebook í hópnum Veiðikonur Íslands, eða haft beint samband við mig" segir Harpa hjá Iceland Outfitters. Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Konum er sífellt að fjölga í stang- og skotveiði og fyrirtækið Iceland Outfitters skipuleggur til að mynda ferðir þar sem konur leggja land undir fót með byssur sér við öxl og halda til veiða. Kvennaveiðifélagsskapurinn T&T international er að leggja land undir fót á næstu dögum þegar sjö íslenskar konur fara saman í veiðiferð til Eistlands. T&T international er félagsskapur kvenna sem hafa áhuga á veiði. "Við erum með mismikla reynslu af veiðum en einhversstaðar þurfa allir að byrja og við tökum óreyndum sem reyndum veiðikonum opnum örmum. T&T er að fara þriðju ferðina til Eislands núna í október og að þessu sinni eru 4 nýjar sem hafa ekki ferðast með okkur áður", segir Harpa Hlín Þórðardóttir forsvarskona hópsins. Við höfum verið að fara í ferðir á vorin og haustin og næsta ferð sem er í undirbúningi verður væntanlega farin til Spánar og mögulega verða farnar tvær ferðir í vor, til Spánar og til Skotlands en reynslan af Skotlandsferðunum hefur verið með eindæmum góð þar sem við höfum getað blandað skotveiði og stangveiði saman. "Áhugasamar konur geta fundið okkur á facebook í hópnum Veiðikonur Íslands, eða haft beint samband við mig" segir Harpa hjá Iceland Outfitters.
Mest lesið Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Gæsaveiðin fer ágætlega af stað Veiði Norðurá og Hofsá komnar yfir 1.000 laxa Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Veiðigoðsögnin Völundur Þorsteinn er látinn Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Aukning í netaveiði 2010 Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði