Domino´s Körfuboltakvöld: Elín Sóley best og þessar eru líka í liði 2. umferðar hjá stelpunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2017 15:34 Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík. Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Þriðja umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta hefst í kvöld en önnur umferðin fór fram um síðustu helgi. Domino´s Körfuboltakvöld mun velja besta leikmanninn, besta þjálfara og fimm leikmanna úrvalslið í hverri umferð í vetur. Úrvalsliðið er valið undir sömu reglum og eru í gildi í deildinni það er einn útlendingur og fjórir íslenskir leikmenn. Þar sem að þriðja umferðin fer fram áður en næsta Domino´s Körfuboltakvöld fer í loftið þá munum við birta verðlaunahafa síðustu umferðar hér inn á Vísi. Það komu tvær til greina sem leikmenn umferðarinnar að þessu sinni og þær eru að sjálfsögðu báðar í úrvalsliðnu. Valur og Snæfell unnu bæði frábæra sigra á erfiðum útivöllum í 2. umferðinni og þar fóru þær Elín Sóley Hrafnkelsdóttir hjá Val og Kristen Denise McCarthy hjá Snæfelli á kostum.Elín Sóley Hrafnkelsdóttir var frábær í 93-85 sigri Vals á Íslands- og bikarmeisturum Keflavíkur í Keflavík. Þessi nítján ára miðherji skilaði 41 framlagsstigi í hús en hún var með 27 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar, 2 stolna bolar og 2 varin skot. Valsliðið vann þær 30 mínútur sem hún spilaði með 22 stigum. Elín Sóley hitti úr 60 prósent skota utan af velli (9 af 15) og 90 prósent skota sinna af vítalínunni (9 af 10).Kristen Denise McCarthy eða Kristen Gunnarsdóttir eins og hún vill láta kalla sig núna átti einnig magnaðan leik þegar Snæfell vann 84-73 sigur á Skallagrími í Borgarnesi. Kristen skilaði 52 framlagsstigum í hús en hún var með 53 stig, 14 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Kristen hitti úr 6 af 9 þriggja stiga skotum sínum. Elín Sóley fær útnefninguna sem besti leikmaður 2. umferðar Domino´s deildar kvenna að mati Domino´s Körfuboltakvöldi.Darri Freyr Atlason, þjálfari Valskvenna, er besti þjálfari annarrar umferðar en hann var líka valinn sá besti í fyrstu umferðinni. Hinir þrír leikmennirnir í úrvalsliðinu eru þær Helena Sverrisdóttir í Haukum, Sóllilja Bjarnadóttir í Breiðabliki og Rebekka Rán Karlsdóttir í Snæfelli.Rebekka Rán Karlsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í sigri Snæfells í Borgarnesi.Sóllilja Bjarnadóttir var með 22 stig og 67 prósent skotnýtingu fyrir nýliða Breiðabliks á móti Stjörnunni.Helena Sverrisdóttir var með 16 stig, 14 fráköst, 7 stoðsendingar, 4 stolna bolta og 3 varin skot í sigri Hauka á Njarðvík.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Fleiri fréttir „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum