Sirkus sigurmark Valsmanna var kolólöglegt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2017 08:00 Valur er enn þá með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir eins marks endurkomusigur á ÍR, 24-23, í lokaleik 5. umferðar deildarinnar í Valshöllinni í gærkvöldi. Valur var 14-12 undir í hálfleik og lenti mest fjórum mörkum undir, 17-13, í seinni hálfleik. Með seiglu og betri frammistöðu jöfnuðu heimamenn leikinn í 20-20 og var jafnt á öllum tölum eftir það. ÍR-ingar fóru í sókn í stöðunni 23-23 en Bergvin Þór Gíslason skaut í stöngina. Valur fékk boltann og tók leikhlé þegar að þrettán sekúndur voru eftir. Lokasókn Valsmanna endaði með glæsilegu sirkusmarki Antons Rúnarssonar sem var einnig flautumark því ÍR-ingar höfðu ekki tíma til að svara fyrir sig og sigurinn því Valsmanna með þessu fallega marki. Markið hefði reyndar aldrei átt að standa því Anton hoppar upp inn í teignum sem er ólöglegt en það sést bæði á upptöku 365 frá leiknum sem má sjá hér að ofan og enn betur á myndbandi sem Gróttumaðurinn Þórir Jökull Finnbogason náði úr stúkunni. Ingvar Guðjónsson, dómari leiksins, sem var innri dómari í atvikinu, missti af þessu ólöglega uppstökki Antons og sigurinn því Valsmanna. ÍR-ingar vafalítið ósáttir með frammistöðu dómarans í þessu atviki.Hér má sjá kolólöglegt sigurmark Vals í kvöld #seinnibylgjan@Seinnibylgjan#handboltipic.twitter.com/DIujnLjoWt — Jökull Finnbogason (@Jokullf) October 12, 2017 Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Valur er enn þá með fullt hús stiga í Olís-deild karla eftir eins marks endurkomusigur á ÍR, 24-23, í lokaleik 5. umferðar deildarinnar í Valshöllinni í gærkvöldi. Valur var 14-12 undir í hálfleik og lenti mest fjórum mörkum undir, 17-13, í seinni hálfleik. Með seiglu og betri frammistöðu jöfnuðu heimamenn leikinn í 20-20 og var jafnt á öllum tölum eftir það. ÍR-ingar fóru í sókn í stöðunni 23-23 en Bergvin Þór Gíslason skaut í stöngina. Valur fékk boltann og tók leikhlé þegar að þrettán sekúndur voru eftir. Lokasókn Valsmanna endaði með glæsilegu sirkusmarki Antons Rúnarssonar sem var einnig flautumark því ÍR-ingar höfðu ekki tíma til að svara fyrir sig og sigurinn því Valsmanna með þessu fallega marki. Markið hefði reyndar aldrei átt að standa því Anton hoppar upp inn í teignum sem er ólöglegt en það sést bæði á upptöku 365 frá leiknum sem má sjá hér að ofan og enn betur á myndbandi sem Gróttumaðurinn Þórir Jökull Finnbogason náði úr stúkunni. Ingvar Guðjónsson, dómari leiksins, sem var innri dómari í atvikinu, missti af þessu ólöglega uppstökki Antons og sigurinn því Valsmanna. ÍR-ingar vafalítið ósáttir með frammistöðu dómarans í þessu atviki.Hér má sjá kolólöglegt sigurmark Vals í kvöld #seinnibylgjan@Seinnibylgjan#handboltipic.twitter.com/DIujnLjoWt — Jökull Finnbogason (@Jokullf) October 12, 2017
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30 Mest lesið „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Handbolti Heimir: Hálfur fundurinn fór í Viktor á fjærstönginni Fótbolti Jón Þór: Höldum áfram að fá á okkur ódýr mörk Fótbolti Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Handbolti Frábær byrjun dugði ekki til og Gunnlaugur Árni úr leik Golf Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Íslenski boltinn „Það er bara áfram gakk og vinna næsta“ Sport „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Íslenski boltinn Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Handbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur-ÍR 24-23 | Valsmenn unnu á sirkusmarki Valsmenn eru áfram með fullt hús á toppi Olís-deildar karla í handbolta eftir dramatískan 24-23 sigur á ÍR á Hlíðarenda í kvöld. Anton Rúnarsson tryggði Val sigurinn með sirkusmarki í blálokin en hann var heldur betur hetja Valsmanna í kvöld því hann skoraði fimm síðustu mörk liðsins í leiknum. Valsliðið hefur unnið fimm fyrstu deildarleiki sína undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. 12. október 2017 22:30