Sváfu í tjaldi á Laugaveginum Finnur Thorlacius skrifar 13. október 2017 15:38 Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi komnir uppí tjaldið góða. Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent
Nýr MINI Countryman Plug-In-Hybrid var forkynntur í gærkvöld á veitingastaðnum Sumac við Laugaveg. Forkynningargestum var kynnt sú nýjung að þeim sem yrði fyrstur til að ákveða sig stæði til boða að bóka gistingu í MINI topptjaldi sem sýnt var með bílnum. Bíllinn og topptjaldi hafði verið skráð á gistisíðunni Airbnb sem gistimöguleiki aðeins þessa einu nótt. Þeir félagar Brynjólfur Löve Mogensen og Heiðar Logi tóku áskoruninni, bókuðu gistinguna á Airbnb og gistu í MINI tjaldinu yfir nóttina þrátt fyrir að Brynjólfur hafi átt pantað flug til Kaupmannahafnar og því þurft að vakna kl. 04:00. Nóttin var að sögn þeirra félaga erilsamari en þeir áttu von á en það kom ekki að sök því þeir eru báðir alvanir útivistarmenn sem ekki víla fyrir sér að gista í tjaldi hvar og hvenær sem er. Þegar starfsmenn True North og BL komu morguninn eftir til að taka saman og ganga frá bíl og tjaldi var Brynjólfur floginn til Kaupamannahafnar en Heiðar Logi svaf vært í tjaldinu og lét vel af upplifuninni.Glaðir rétt fyrir svefninn.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent