Innlent

Mosfellsbær taki á móti tíu

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra.
Þorsteinn Víglundsson velferðarráðherra. Vísir/anton brink
Velferðarráðuneytið undirbýr nú móttöku 50 flóttamanna til landsins í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá því í lok ágúst. Tekið verður á móti hópi hinsegin fólks úr flóttamannabúðum í Kenýa og arabískumælandi fólki sem nú er í Jórdaníu.

Þetta kemur fram í bréfi velferðarráðuneytisins þar sem óskað er eftir því að Mosfellsbær taki við tíu flóttamönnum.

„Mosfellsbær hefur áður lýst yfir vilja sínum til að taka á móti flóttamönnum og er því jákvæður gagnvart erindinu,“ segir bæjarráð Mosfellsbæjar sem setur í gang viðræður við ráðuneytið og undirbúning samnings um verkefnið. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×