Hvetja til útstrikana á Ásmundi Birgir Olgeirsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. október 2017 22:38 Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017 Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um málefni hælisleitenda. Ásmundur sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda, en hann vill meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. Deilir hún um leið myndbandi þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn vilja taka á móti flóttafólki og að Ísland geri sitt til að takast myndarlega á við flóttamannavandann. Þordís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins, endurbirtir tíst Áslaugar.Stefna Sjálfstæðisflokksins er skýr. Móttaka flóttamanna er sjálfsögð. #égkýs #kosningar pic.twitter.com/YKKtoC1jvJ— Áslaug Arna (@aslaugarna) October 14, 2017 Ásmundur Friðriksson er í Suðurkjördæmi en, Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir þingmanninn hafa gefið kjósendum Sjálfstæðisflokksins í því kjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann.Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann. Ásmundur.— Magnús Sigurbjörns (@sigurbjornsson) October 14, 2017 Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, segir í Twitter-síðu sinni að þó einhver styðji tiltekinn flokk þá leggi hann ekki blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu. Hann hvetur allt frjálslynt fólk í Suðurkjördæmi til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn en strika Ásmund út.Þótt maður styðji tiltekinn flokk er maður ekki að leggja blessun sína yfir allar skoðanir allra 126 frambjóðenda hans á landsvísu.— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 14, 2017 Rafn Steingrímsson, sem hefur verið virkur í starfi Sambands ungra Sjálfstæðismanna og gaf kost á sér á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2013, segir grein Ásmundar vera algjöra þvælu og ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem hann þekkir.Greinin hans Ásmundar Friðrikssonar er algjör þvæla. Skoðanir hans eru ekki í samræmi við skoðanir þess góða sjálfstæðisfólks sem ég þekki.— Rafn Steingrímsson (@rafnsteingrims) October 14, 2017 Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, segir grein Ásmundar byggða á engu og einungis til þess fallna að reyna að stilla örvæntingarfullu fólki upp sem ástæðu fyrir skertum lífsgæðum hluta landsmanna.Tónlistarmaðurinn Logi Pedro sagði á Twitter þessa grein Ásmundar gjörsamlega óafsakanlega og það væri ömurlegt af Sjálfstæðisflokknum að róa á þessi mið.Sjálfstæðisflokkurinn er djók að styðja helrasíska orðræðu Ásmundar F. Ekki í lagi. Hvernig getið þið leyft ykkur þetta ár eftir ár? — Logi Pedro (@logipedro101) October 14, 2017
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Sjá meira
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30