Vinnan á bak við stóru sigrana kostaði sitt en peningarnir komu margfalt til baka Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. október 2017 11:30 Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta unnu stóra sigra á árinu í undankeppni HM 2018 sem á endanum skilaði þeim farseðlinum til Rússlands á næsta ári þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram. Íslenska liðið vann öll liðin þrjú sem voru á EM á síðasta ári; Króatíu, Úkraínu og Tyrkland, í þessari röð og án þess að fá á sig mark. Króatar voru lagðir í Dalnum, 1-0, í júní og svo Úkraína í septepber, 2-0. Tyrkir fengu svo rassskell á sínum heimavelli, 3-0. Þessir sigrar voru engin tilviljun því Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, setti af stað gríðarlega vinnu í leikgreiningu á þessum þremur liðum sérstaklega fyrir Evrópumótið í Frakklandi. „Þetta hefur líka svolítinn aðdraganda því Freyr Alexandersson [landsliðsþjálfari kvenna og njósnari karlalandsliðsins] var að leikgreina fyrir okkur Úkraínu. Ég vil hrósa KSÍ fyrir að leyfa okkur að hafa hann úti í Frakklandi þar sem hann átti bara að einbeita sér að Króatíu, Úkraínu og Tyrklandi af því að við vissum að við yrðum með þeim í riðli,“ segir Heimir Hallgrímsson í þættinum 1á1 með Gumma Ben sem verður sýndur í heild sinni á Stöð 2 Sport HD klukkan 21.10 í kvöld. „Það skipti sköpum að hann var búinn að fylgjast með þesumm þremur liðum í tvö ár þegar kom að þessum leikjum. Hann var búinn að horfa á liðin tíu til tólf sinnum á vellinum og enn fleiri leiki á myndbandi.“ Úkraínumenn áttu ekki séns í strákana okkar sem lokuðu á allar sóknaraðgerðir þeirra. Þetta kom íslenska hópnum ekkert sérstaklega á óvart. „Munurinn á Tyrkjum og Úkraínu er sá að Úkraína er kerfisbundið sóknarlið. Það leitar mikið út á vængina og svo framvegis þannig það að þeir voru mjög auðlesnir,“ segir Heimir. „Þeir voru greinilega ekki með plan B því að við gátum lokað á þeirra styrkleika. Ég vil hrósa bæði Frey og einnig KSÍ fyrir að taka svona fagmannlega á málum. Þetta hefur kostað einhverja peninga en skilaði sér margfalt til baka,“ segir Heimir Hallgrímsson. Heimir hittir naglann á höfuðið þar því KSÍ fær rúman milljarð fyrir þátttöku sína á HM fyrir utan aðra tekjumöguleika í aðdraganda heimsmeistaramótsins. Brot úr viðtalinu var sýnt í Ísland í dag í gær en það má sjá í spilaranum hér að ofan.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15 Mest lesið Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Enski boltinn Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Handbolti Píla festist í fæti keppanda Sport Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Enski boltinn Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Fótbolti Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Fótbolti Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Fótbolti Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Golf Kenndi hárvörum um í umdeildu jafntefli Sport Welbeck skaut Brighton áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Kristianstad byrjar vel í bikarnum Orri Steinn og félagar steinlágu í Katalóníu Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Draumainnkoma Dags Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Orðinn þjálfari Galdurs eftir að hafa verið rekinn í beinni Munu taka hart á því hversu lengi markvörður heldur á boltanum Sjáðu: Glæsilegt sigurmark Jóhanns Bergs gegn Ronaldo Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Hákon Arnar kom inn af bekknum í erfiðum leik í París Real Madríd varð af mikilvægum stigum í titilbaráttunni Jafnt í toppslagnum á Ítalíu Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram „Nýja hetjan“ Benóný Breki tryggði sigurinn með sínum fyrstu mörkum Venezia hélt jöfnu gegn Atalanta Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Annað bikarævintýri hjá Júlíusi? „Þakka Alberti frá dýpstu hjartarótum“ Auðun tekur við Þrótti Vogum Messi var óánægður hjá PSG „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Hefur Amorim bætt Man United? Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Asensio skaut Villa áfram Sjá meira
Heimir sagði Gumma Ben frá ráðunum sem hann fékk frá þjálfara heimsmeistara Ítalíu Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, verður gestur Guðmundar Benediktssonar í 1 á 1 á Stöð 2 Sport í kvöld. Þar munu þeir ræða uppgang og árangur íslenska karlalandsliðsins undir stjórn Heimis. 19. október 2017 09:15