Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. október 2017 21:00 761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
761 særðist í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk reyndi að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum, skotið gúmmískotum og notað kylfur. Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. Varað er við myndefni sem fylgir þessari frétt. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö í morgun en þó ekki eins margir og til stóð því spænska ríkisstjórnin sendi þúsundir lögreglumanna til héraðsins til að reyna koma í veg fyrir kosninguna þar sem stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosningarnar ólögmætar.Lokaði kjörstað forsetans Spænska lögreglan hefur lokað rúmlega 300 kjörstöðum og reynt að fjarlægja kjörgögn víða. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem forseti Katalóníu, Carles Puigdemont, átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa. Í allan dag hafa verið hörð átök milli lögreglunnar og fólks sem safnaðist saman við kjörstaði en lögregluþjónar í óeirðarbúningum hafa gengið hart gegn kjósendum og til að mynda skotið gúmmískotum að þeim og barið þá með kylfum til að aftra för þeirra á kjörstað. Yfir 760 manns eru slasaðir að því er fram kemur í yfirlýsingu frá heilbrigðisyfirvöldum héraðsins.Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna.Vísir/LaufeyRíkisstjórnin kennir forsetanum um atburði dagsins Carles Puigdemont, forseti Katalóníu, hefur fordæmt aðgerðir lögreglunnar í héraðinu og segir beitingu ofbeldis vera óréttlætanlega. Spænka ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins og segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna sem þeir kalla „farsa“. Þá hefur lögreglan sagt lögreglumenn vera að verjast ógnunum og áreiti á meðan þeir sinni störfum sínum og framfylgi lögum.„Við erum í áfalli“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, er stödd í Barselóna þar sem hörðustu átökin hafa verið. Hún er hluti af kosningaeftirliti héraðsstjórnar Katalóníu. „Við erum í áfalli yfir þeim bara rosalega ofsafengnu viðbrögðum lögreglunnar sem hefur verið að ráðast hér á gamalmenni, börn og varnarlaust fólk sem hefur hreinlega staðið með hendurnar uppi, sungið og bara vill fá að kjósa,“ segir Birgitta. Óttast er að spænska lögreglan geri fleiri kjörkassa upptæka þegar kosningunni lýkur í kvöld klukkan 21. „Það segja allir: Franco er genginn aftur og bara við sem þjóð og Evrópusambandið við eigum að fordæma þetta strax,“ segir Birgitta en þjóðarleiðtogar víða hafa fordæmt ofbeldið og hvatt spænsk stjórnvöld til að láta af því.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent