Segir Katalóníu geta lýst yfir sjálfstæði í kjölfar kosninganna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. október 2017 21:57 Carles Puigdemont, leiðtogi Katalóníu, ávarpaði Katalóna í kvöld með ríkisstjórn sína trygga á bak við sig. Puigdemont er fremst fyrir miðju á myndinni. Vísir/afp Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, segir að héraðið hafi unnið sér inn rétt til að lýsa yfir sjálfstæði frá Spáni í kjölfar úrslita kosninganna í dag. Spænska lögreglan hefur gengið hart fram gegn kjósendum en íbúar Katalóníu hafa reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins í dag. Lögregluþjónar hafa til að mynda skotið gúmmískotum í fólk við kjörstaði og barið það með kylfum en yfir 800 kjósenda hafa særst í átökunum.Evrópusambandið geti ekki haldið áfram að „horfa í hina áttina“ Puigdemont sagði tækifæri hafa gefist til einhliða sjálfstæðisyfirlýsingar eftir niðurstöður kosninganna í dag en ávarpi hans var sjónvarpað um gjörvalla Katalóníu í kvöld, að því er fram kemur í frétt BBC. Gríðarlegur fjöldi Katalóna safnaðist saman í miðborg Barselóna, höfuðborgar héraðsins, eftir að kjörstaðir lokuðu. „Með þessum degi vonar og þjáningar hafa íbúar Katalóníu öðlast rétt til sjálfstæðs ríkis í formi lýðveldis,“ sagði Puigdemont. „Ríkisstjórn mín mun á næstu dögum senda niðurstöður kosninganna í dag til katalónska þingsins, þar sem vald fólksins er, svo þeim geti verið beitt í samræmi við löggjöf kosninganna.“ Þá sagði hann Evrópusambandið ekki geta haldið áfram að „horfa í hina áttina.“Mikill mannfjöldi safnaðist saman á Katalóníutorgi þegar kjörstaðir lokuðu og hlýddu þar meðal annars á ávarp forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy.Vísir/AFPRíkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 kjörstöðum og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. Hún lokaði til að mynda kjörstað í bænum Girona í morgun þar sem Puigdemont sjálfur átti að kjósa. Þá réðst hún inn á fjölda annara kjörstaða og hafði á brott með sér kjörkassa.Sjá einnig: Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Spænska ríkisstjórnin kennir Puigdemont um atburði dagsins, segir þá óskiljanlega og hafa skorað á Katalóna að hætta við atkvæðagreiðsluna. Á blaðamannafundi í kvöld sagði forsætisráðherra Spánar, Mariano Rajoy, kosningarnar um sjálfstæði Katalóníu „árás á réttarríkið.“ Hann sagði kosningarnar enn fremur ólöglegar og að flestir Katalóníubúar hefðu ekki kært sig um að taka þátt í þeim. Þá þakkaði hann lögreglu á svæðinu fyrir störf sín og sagði lögregluþjóna hafa beitt „staðfestu og rósemi“ í átökum við kjósendur.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Átök í Katalóníu Minnst ellefu lögregluþjónar og 337 mótmælendur eru særðir. 1. október 2017 13:04 Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33 Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00 Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15 Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Brutu sér leið inn á kjörstað í Katalóníu Birgitta Jónsdóttir er stödd á Spáni að fylgjast með kosningunum. 1. október 2017 08:33
Yfir 760 særðir í Katalóníu: „Það segja allir: Franco er genginn aftur“ Birgitta Jónsdóttir, fráfarandi þingmaður, sem stödd er í Barcelona, segist vera í áfalli yfir ofbeldinu. 1. október 2017 21:00
Tala slasaðra komin upp í 761 í Katalóníu Átök geisa enn í Katalóníu en þar er kosið um sjálfstæði héraðsins frá Spáni í dag. 1. október 2017 19:15
Krefst þess að lögregla láti af aðgerðum gegn „varnarlausum íbúum“ Borgarstjóri Barselóna, Ada Colau, segir 460 manns nú hafa særst í átökum milli lögreglu og íbúa í Katalóníu. Colau krefst þess að lögregla láti tafarlaust af aðgerðum í héraðinu. 1. október 2017 16:45