Enn stjórnlaust hjá zúistum sem eiga nú um 50 milljóna króna sjóð Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. október 2017 06:00 Zúistar byggja á trúarbögðum Súmera til forna. vísir/afp Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Enginn hefur enn náð stjórnartaumum í trúfélagi zúista eftir að innanríkisráðuneytið úrskurðaði í janúar síðastliðnum að Ísak Andri Ólafsson, sem verið hafði forstöðumaður frá 1. júní 2015, væri ekki réttmætur fyrirsvarsmaður félagsins. Ísak fór fyrir þeim hópi sem lofaði meðlimum zúista að fá beint í sínar hendur sóknargjöld sem ríkið greiðir fyrir hvern og einn félagsmann trúfélaga, um tíu þúsund krónur á ári. Varð við þetta mikil fjölgun í félaginu sem við síðustu skráningu í taldi 2.845 meðlimi og er sjöunda stærsta trúfélag landsins og það eina án skráðs forstöðumanns. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í byrjun ágúst hefur ríkið ekki greitt út hin lögbundnu sóknargjöld til zúista frá því í febrúar 2016 vegna þess að ekki liggur fyrir hver er rétthafi í trúfélaginu. Peningarnir bíða hins vegar félagsins þegar málin eru komin á hreint. Búast má við að í hverjum mánuði bætist um 2,6 milljónir í sjóðinn sem væntanlega er kominn yfir 50 milljónir króna. Ágúst Arnar Ágústsson, einn upphaflegra stofnefnda zúista og annar svokallaðra Kickstarter-bræðra, hefur gert kröfu um að vera skráður forstöðumaður zúista. Það er sýslumannsembættið á Norðurlandi eystra sem annast slíka skráningu. Mikil töf hefur orðið á afgreiðslu kröfu Ágústs hjá sýslumannsembættinu og kvartaði hann undan töfinni til umboðsmanns Alþingis. Fyrir um tveimur mánuðum fékk Fréttablaðið þær upplýsingar hjá sýslumannsembættinu að niðurstöðu væri að vænta í forstöðumannsmálinu. Þrátt fyrir margítrekuð símtöl og tölvuskeyti þangað hafa engar upplýsingar um stöðu málsins fengist síðan. Hins vegar má sjá af trúfélagalista embættisins að enn er enginn forstöðumaður skráður hjá zúistum, einu trúfélaga í landinu. Hjá umboðsmanni Alþingis var með vísan í starfsreglur neitað að gefa upplýsingar um framgang kvörtunarmálsins þar. Hvorki náðist í Ágúst né lögmann hans í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Zuism Tengdar fréttir Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26 Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30 Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Félag Zúista á Íslandi í biðstöðu Zúistar á Íslandi hafa ekki fengið að skrá rekstrarfélag sitt hjá ríkisskattstjóra. 11. febrúar 2016 15:26
Stofnendur zúista gera tilkall til sóknargjalda Núverandi stjórn hefur heitið að endurgreiða sóknargjöld sem nema um 35 milljónum. Stofnendur hafa höfðað mál á hendur Ríkissjóði. 24. júní 2016 15:30
Krefst formennsku hjá zúistum og kvartar undan sýslumanni Inneign zúista hjá ríkinu á sóknargjöldum nálgast 50 milljónir króna. Stofnfélaginn Ágúst Arnar Ágústsson kvartaði til umboðsmanns Alþingis. 4. ágúst 2017 06:00