Er hollt fyrir húðina að vera málaður í ræktinni? Ritstjórn skrifar 3. október 2017 20:00 Glamour/Getty Hvort sem þú getur ekki hugsað þér að mæta eitthvert án þess að vera búin að farða þig eða ert að koma beint úr vinnunni, þá er góð og gild ástæða fyrir því af hverju þú ættir að hreinsa húðina áður en að þú ferð að hreyfa þig. Þegar þú svitnar opnast svitaholurnar og þar af leiðandi sest farðinn í þær og getur auðveldlega stíflað þær. Nokkuð algengt er að fólk finni fyrir miklum mun á húðinni eftir að það hefur tileinkað sér að mæta með hreina húð á æfingu. Það er því tilvalið að koma sér upp auðveldri og fljótlegri hreinsirútínu og finna réttu vörurnar sem þú getur haft með þér í ræktartöskunni. Til eru alla vega húðhreinsar sem eru fljótlegir í notkun. Glamour telur hér upp topp 5 andlitshreinsana til þess að hafa með sér í ræktina.Frá vinstri: Biotherm, Gelée micellaire biosource: Gelhreinsir sem að gefur húðinni djúpa hreinsun ásamt því að skrúbba hana á mildan hátt. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega olíuríkri húð. Skolist af með vatni.Comfort Zone, Micellar andlitshreinsir: Mildur rakagefandi andlitshreinsir sem að hægt er að nota á andlit, augu og varir. Þarf ekki að skola burt með vatni. Mýkir húðina og gefur henni frísklegt yfirbragð. Hentar öllum húðtýpum.Garnier, Micellar cleansing water: Andlitshreinsir sem að hreinsar, húðina, augnförðunina og varirnar á augabragði. Hreinsinn þarf ekki að nota með vatni. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega viðkvæmri húð.MAC, Cleanse off oil: Mild hreinsiolía sem að hægt er að nota bæði á húðina og augnsvæðið. Nær öllum snyrtivörum í burtu á svipstundu meðal annars vatnsheldum vörum. Notist með vatni.The Body Shop, Camomile cleansing butter: Andlitshreinsir í salva form. Hreinsirinn hentar einstaklega vel fyrir þurra húð því að hann er gæddur græðandi eiginleikum og húðin fær mjúkt og heilbrigt yfirbragð. Skolist af með vatni. Mest lesið Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Af sambandsleiða: "Fólk getur freistast út fyrir sambandið" Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Besta dæmið um hringrás tískunnar Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour Kim í gegnsæjum netakjól á Balmain Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour
Hvort sem þú getur ekki hugsað þér að mæta eitthvert án þess að vera búin að farða þig eða ert að koma beint úr vinnunni, þá er góð og gild ástæða fyrir því af hverju þú ættir að hreinsa húðina áður en að þú ferð að hreyfa þig. Þegar þú svitnar opnast svitaholurnar og þar af leiðandi sest farðinn í þær og getur auðveldlega stíflað þær. Nokkuð algengt er að fólk finni fyrir miklum mun á húðinni eftir að það hefur tileinkað sér að mæta með hreina húð á æfingu. Það er því tilvalið að koma sér upp auðveldri og fljótlegri hreinsirútínu og finna réttu vörurnar sem þú getur haft með þér í ræktartöskunni. Til eru alla vega húðhreinsar sem eru fljótlegir í notkun. Glamour telur hér upp topp 5 andlitshreinsana til þess að hafa með sér í ræktina.Frá vinstri: Biotherm, Gelée micellaire biosource: Gelhreinsir sem að gefur húðinni djúpa hreinsun ásamt því að skrúbba hana á mildan hátt. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega olíuríkri húð. Skolist af með vatni.Comfort Zone, Micellar andlitshreinsir: Mildur rakagefandi andlitshreinsir sem að hægt er að nota á andlit, augu og varir. Þarf ekki að skola burt með vatni. Mýkir húðina og gefur henni frísklegt yfirbragð. Hentar öllum húðtýpum.Garnier, Micellar cleansing water: Andlitshreinsir sem að hreinsar, húðina, augnförðunina og varirnar á augabragði. Hreinsinn þarf ekki að nota með vatni. Hentar öllum húðgerðum, sérstaklega viðkvæmri húð.MAC, Cleanse off oil: Mild hreinsiolía sem að hægt er að nota bæði á húðina og augnsvæðið. Nær öllum snyrtivörum í burtu á svipstundu meðal annars vatnsheldum vörum. Notist með vatni.The Body Shop, Camomile cleansing butter: Andlitshreinsir í salva form. Hreinsirinn hentar einstaklega vel fyrir þurra húð því að hann er gæddur græðandi eiginleikum og húðin fær mjúkt og heilbrigt yfirbragð. Skolist af með vatni.
Mest lesið Sjóðandi heit stikla fyrir Fimmtíu dekkri skugga Glamour Frábærar hugmyndir að bóndadagsgjöfum Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Af sambandsleiða: "Fólk getur freistast út fyrir sambandið" Glamour Við erum bara NOCCO góð Glamour Besta dæmið um hringrás tískunnar Glamour Best klæddu stjörnurnar á SAG Glamour Kim í gegnsæjum netakjól á Balmain Glamour Rómantíkin svífur yfir vötnum í fatalínu Erdem fyrir H&M Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour