Fóru í 12 þús km ferðalag á Nissan Leaf Finnur Thorlacius skrifar 3. október 2017 17:54 Nissan Leaf bíllinn hlaðinn við frumstæðar aðstæður. Í fjölmiðlum hér á landi hefur nokkuð verið um það rætt nýlega að enn sé ekki tímabært að fjárfesta í rafbílum þar sem þeir séu ekki tilbúnir og því eigi fólk ekki að hugsa um þá á næstu árum. Á þessum efasemdaröddum vakti m.a. Sigurður Ingi Friðleifsson athygli í grein sem birtist á visir.is 25. september undir yfirskriftinni „Ekki kaupa rafbíl“, þar sem hann benti jafnframt á fjölmargar gagnstæðar staðreyndir sem mæla einmitt með því að fleiri ökumenn taki rafbíla í notkun. Því hefur t.d. oft verið haldið á lofti að ekki sé hægt að fara í langt ferðalag á rabíl þar sem ekki sé boðið upp á hleðslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta hefur breyst því þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana og er nú t.d. vel hægt að aka til Akureyrar þar sem hægt er að hlaða bílana á nokkrum stöðum á leiðinni norður. Frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi En kannski myndu ekki allir leggja í 12 þúsund km ferðalag frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi á hreinum rafbíl, en það gerðu þau engu að síður hjónin Chris og Julie Ramsey sem fóru á Nissan Leaf í „Mongol Rally“ sem Chris stofnaði fyrir nokkrum árum í æfingaskyni. Ferðalaginu lauk 9. september í Ulan-Ude og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel, engin teljandi vandamál komu upp og Leaf-inn stóð sig eins og hetja. Þau eru nú á leið til baka heim til Skotlands. Áður en ferðalagið hófst var bíllinn settur á alhliðadekk (all-terrain) auk þess sem álplata var sett á undirvagninn til að hlífa honum við skemmdum af völdum grjóts á misjöfnum vegunum. Þá var toppgrind sett á þakið fyrir farangur, aftursætið fjarlægt og sitthvað fleira gert til undirbúnings. Hlaðinn 111 sinnum Keppnin hófst 16. júlí og var ekið um þrettán lönd áður en komið var í endamark þann 9. september í Ulan-Ude í Síberíu sem er skammt frá landamærum Mongólíu. Þá höfðu Chris og Julie hlaðið bílinn 111 sinnum í mislangan tíma og sums staðar við vægast sagt frumstæðar aðstæður eins og sjá má á mynd með fréttinni. Chris áætlar að rafmagnskaupin hafi kostað í kringum 100 sterlingspund. Að lokinni keppni var bíllinn settur um borð í járnbrautalest á leið til Eistlands þaðan sem þau aka fjögur þúsund kílómetra leið heim til Aberdeen þangað sem þau eru væntanleg núna um mánaðamótin. Þá sem langar að taka þátt í næsta Mongol Rally geta skráð sig á theadventurist.com. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent
Í fjölmiðlum hér á landi hefur nokkuð verið um það rætt nýlega að enn sé ekki tímabært að fjárfesta í rafbílum þar sem þeir séu ekki tilbúnir og því eigi fólk ekki að hugsa um þá á næstu árum. Á þessum efasemdaröddum vakti m.a. Sigurður Ingi Friðleifsson athygli í grein sem birtist á visir.is 25. september undir yfirskriftinni „Ekki kaupa rafbíl“, þar sem hann benti jafnframt á fjölmargar gagnstæðar staðreyndir sem mæla einmitt með því að fleiri ökumenn taki rafbíla í notkun. Því hefur t.d. oft verið haldið á lofti að ekki sé hægt að fara í langt ferðalag á rabíl þar sem ekki sé boðið upp á hleðslustöðvar utan höfuðborgarsvæðisins. Þetta hefur breyst því þeim fjölgar mjög hratt þessa dagana og er nú t.d. vel hægt að aka til Akureyrar þar sem hægt er að hlaða bílana á nokkrum stöðum á leiðinni norður. Frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi En kannski myndu ekki allir leggja í 12 þúsund km ferðalag frá Skotlandi til Ulan-Ude í Rússlandi á hreinum rafbíl, en það gerðu þau engu að síður hjónin Chris og Julie Ramsey sem fóru á Nissan Leaf í „Mongol Rally“ sem Chris stofnaði fyrir nokkrum árum í æfingaskyni. Ferðalaginu lauk 9. september í Ulan-Ude og í stuttu máli sagt gekk þeim mjög vel, engin teljandi vandamál komu upp og Leaf-inn stóð sig eins og hetja. Þau eru nú á leið til baka heim til Skotlands. Áður en ferðalagið hófst var bíllinn settur á alhliðadekk (all-terrain) auk þess sem álplata var sett á undirvagninn til að hlífa honum við skemmdum af völdum grjóts á misjöfnum vegunum. Þá var toppgrind sett á þakið fyrir farangur, aftursætið fjarlægt og sitthvað fleira gert til undirbúnings. Hlaðinn 111 sinnum Keppnin hófst 16. júlí og var ekið um þrettán lönd áður en komið var í endamark þann 9. september í Ulan-Ude í Síberíu sem er skammt frá landamærum Mongólíu. Þá höfðu Chris og Julie hlaðið bílinn 111 sinnum í mislangan tíma og sums staðar við vægast sagt frumstæðar aðstæður eins og sjá má á mynd með fréttinni. Chris áætlar að rafmagnskaupin hafi kostað í kringum 100 sterlingspund. Að lokinni keppni var bíllinn settur um borð í járnbrautalest á leið til Eistlands þaðan sem þau aka fjögur þúsund kílómetra leið heim til Aberdeen þangað sem þau eru væntanleg núna um mánaðamótin. Þá sem langar að taka þátt í næsta Mongol Rally geta skráð sig á theadventurist.com.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent