Volvo mun smíða XC90 í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 10:15 Volvo XC90 öslar snjóinn. Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent
Volvo er nú að byggja verksmiðju í S-Karolínu í Bandaríkjunum og meiningin í fyrstu var að smíða þar nýju kynslóðina af Volvo XC60 jepplingnum. Starfsemi í verksmiðjunni, sem er fyrsta verksmiðja Volvo í Bandaríkjunum, á að hefjast haustið 2018. Volvo hefur nú ákveðið að smíða þar einnig XC90 jeppann af næstu kynslóð hans sem koma skal árið 2021. Þessi ákvörðun kemur ef til vill ekki á óvart í ljósi þess að nú er XC90 jeppinn mest selda bílgerð Volvo í Bandaríkjunum. Þeir XC90 bílar sem seljast nú svo vel vestanhafs eru smíðaðir í Torslanda í Svíþjóð og því mætti heilmikið spara með því að smíða bílinn í Bandaríkjunum fyrir þann góða markað sem þar er fyrir jeppann. Volvo mun bæta við 1.200 milljón króna fjárfestingu í verksmiðjunni vegna smíði XC90 og fjölga starfsmönnum frá fyrirhuguðum 2.000 starfsmönnum í 3.900. Markmið Volvo með nýju verksmiðjunni er að tvöfalda sölu Volvo bíla í Bandaríkjunum fram til ársins 2020. Stöðug aukning hefur verið í sölu Volvo bíla vestanhafs á síðustu árum.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent