707 hestafla Chrysler 300 Hellcat á næsta ári Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 14:00 Chrysler 300 Hellcat við prufanir. Dodge Charger og Challenger voru fyrstu bílar Fiat Chrysler bílasamsteypunnar sem fengu hina gríðaröfugu 707 hestafla Hellcat vél. Jeep Grand Cherokee Trackhawk fylgdi svo í kjölfarið og nú hefur verið upplýst að fjórði bíllinn bætist við, þ.e. Chrysler 300 Hellcat. Ekki verður langt að bíða þess bíls, en hann á að koma á markað strax á næsta ári. Chrysler 300 verður svo kynntur af nýrri kynslóð árið 2019 og þá mun bíllinn léttast mikið milli kynslóða, breytast talsvert í útliti og ef til vill fá fjögurra strokka vél sem valkost. Chrysler 300 hefur verið á sama undirvagni allar götur frá árinu 2004 og hefur aðeins fengið eina andlitslyftingu frá þeim tíma. Chrysler ætlar að koma fram með nýja kynslóð Pacifica fjölnotabílsins árið 2020 og kynna nýjan millistærðar jeppa sem fær sama undirvagn og Jeep Cherokee sama ár. Chrysler Aspen kemur enduhannaður árið 2021 og þá með pláss fyrir þrjár sætaraðir og svo er meiningin að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl, sem byggir á tilraunabílnum Portal, árið 2021. Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent
Dodge Charger og Challenger voru fyrstu bílar Fiat Chrysler bílasamsteypunnar sem fengu hina gríðaröfugu 707 hestafla Hellcat vél. Jeep Grand Cherokee Trackhawk fylgdi svo í kjölfarið og nú hefur verið upplýst að fjórði bíllinn bætist við, þ.e. Chrysler 300 Hellcat. Ekki verður langt að bíða þess bíls, en hann á að koma á markað strax á næsta ári. Chrysler 300 verður svo kynntur af nýrri kynslóð árið 2019 og þá mun bíllinn léttast mikið milli kynslóða, breytast talsvert í útliti og ef til vill fá fjögurra strokka vél sem valkost. Chrysler 300 hefur verið á sama undirvagni allar götur frá árinu 2004 og hefur aðeins fengið eina andlitslyftingu frá þeim tíma. Chrysler ætlar að koma fram með nýja kynslóð Pacifica fjölnotabílsins árið 2020 og kynna nýjan millistærðar jeppa sem fær sama undirvagn og Jeep Cherokee sama ár. Chrysler Aspen kemur enduhannaður árið 2021 og þá með pláss fyrir þrjár sætaraðir og svo er meiningin að markaðssetja hreinræktaðan rafmagnsbíl, sem byggir á tilraunabílnum Portal, árið 2021.
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent