Fór holu í höggi og gaf BMW M760i í góðgerðarmál Finnur Thorlacius skrifar 4. október 2017 15:45 BMW M760i kostar 156.700 dollara. Ástralinn Jason Day fór holu í höggi á BMW Championship golfmótinu um daginn og vann með því lúxuskerruna BMW M760i, en grunnverð þess bíls er 156.700 dollarar. Jason Day ætlar ekki að eiga þennan bíl þrátt fyrir að hafa unnið fyrir honum, heldur gefa hann til góðgerðarmála og BMW ætlar reyndar að bæta við 100.000 dollurum sem einnig fer til góðgerðarmála. Svo vill til að Jason Day er á mála hjá bílaframleiðandanum Lexus og er því vært stætt á því að ferðast um á BMW bíl. Í því ljósi kemur kannski ekki svo á óvart að hann skuli gefa bílinn til góðgerðarmála. BMW M760i er engin smákerra, en undir húddi hans lúrir 601 hestafla V12 vél með 6,6 lítra sprengirými. Þessi gríðaröfluga vél hendir þessum 2,3 tonna stóra bíl í hundraðið á litlum 3,6 sekúndum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með átta gíra sjálfskiptingu. BMW hefur haft þann háttinn á að hver sá sem fer holu í höggi á BMW Championship mótunum á hverju ári fær BMW bíl í vinning. Það gerðist síðast árið 2013 þegar bandaríski kylfingurinn Hunter Mahon fór holu í höggi einmitt á sömu 17. braut sama vallar og Jason Day nú og þá fékk Mahon BMW i3 rafmagnsbíl í verðlaun. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent
Ástralinn Jason Day fór holu í höggi á BMW Championship golfmótinu um daginn og vann með því lúxuskerruna BMW M760i, en grunnverð þess bíls er 156.700 dollarar. Jason Day ætlar ekki að eiga þennan bíl þrátt fyrir að hafa unnið fyrir honum, heldur gefa hann til góðgerðarmála og BMW ætlar reyndar að bæta við 100.000 dollurum sem einnig fer til góðgerðarmála. Svo vill til að Jason Day er á mála hjá bílaframleiðandanum Lexus og er því vært stætt á því að ferðast um á BMW bíl. Í því ljósi kemur kannski ekki svo á óvart að hann skuli gefa bílinn til góðgerðarmála. BMW M760i er engin smákerra, en undir húddi hans lúrir 601 hestafla V12 vél með 6,6 lítra sprengirými. Þessi gríðaröfluga vél hendir þessum 2,3 tonna stóra bíl í hundraðið á litlum 3,6 sekúndum. Bíllinn er fjórhjóladrifinn og með átta gíra sjálfskiptingu. BMW hefur haft þann háttinn á að hver sá sem fer holu í höggi á BMW Championship mótunum á hverju ári fær BMW bíl í vinning. Það gerðist síðast árið 2013 þegar bandaríski kylfingurinn Hunter Mahon fór holu í höggi einmitt á sömu 17. braut sama vallar og Jason Day nú og þá fékk Mahon BMW i3 rafmagnsbíl í verðlaun.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent