Opnaði sýningarrými í íbúð afa síns eftir útskrift Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. október 2017 15:15 Freyja ásamt ömmu sinni Diddu fyrir framan Ekkisens en Didda býr á efri hæðinni. Vísir/Eyþór „Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag. Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég ákvað bara að nota tilefnið og blása til smá hittings á Hótel Holti til að halda upp á þetta á einhvern hátt. Það er gaman að bjóða fólki að koma og hittast og spjalla saman í stað þess að bjóða alltaf á sýningar. Það er bara gaman – elegans,“ segir Freyja Eilíf myndlistarkona og konan bak við galleríið Ekkisens en það er þriggja ára í dag. Í tilefni þess er öllum boðið að stoppa við á Holtinu og fagna með Freyju og góðvinum Ekkisens.Hvernig kom það til að þú ákvaðst að opna þetta rými? „Ég var nýútskrifuð úr Listaháskólanum og mig langaði að opna sýningarrými. Það vildi svo til að ég fékk tækifæri til að gera það á Bergstaðastræti 25b í húsi ömmu minnar – amma býr á efri hæðinni og neðri hæðin er fyrrverandi íbúð og vinnustofa afa míns. Hann lést árið 2012 þannig að rýmið öðlaðist nýjan tilgang sem gallerí.“Hvernig hefur þetta svo gengið hjá þér? „Þetta er bara búið að ganga vel. Það sem gengur best er að þetta er þekkt sýningarrými í Reykjavík og það koma alltaf margir gestir á opnanir – sem er gott fyrir þann sem er að sýna. Hér er áherslan á upprennandi og minna þekkta listamenn en staðsetningin er góð og það er kósí að koma því að þetta er í íbúðahverfi sem fólki finnst gott að koma í og hangsa í garðinum.“Hver hefur svo verið hápunktur þessara þriggja ára í Ekkisens? „Hápunktur Ekkisens var án vafa sýning á verkum afa míns sem var opnuð í júlí í fyrra. Afi minn, Völundur Draumland, var myndlistarmaður en hann sýndi ekki mikið. Þetta var yfirlitssýning á verkum hans og kannski nokkurs konar frumsýning eða kynning á verkum hans. Það var mjög góður tími – það mun ekkert toppa það.“Hvað er næst á dagskrá – er það ekki bara full ferð áfram? „Jú, full ferð áfram á meðan þetta er hægt – það eru bara sýningar á dagskrá, viðburðir og list – list úti um allt.“ Hátíðarhöldin hefjast klukkan 5 á Hótel Holti í dag.
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp