Umhverfismál og menning mæta afgangi Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. október 2017 06:00 Umhverfismálin eru ekki ofarlega í huga kjósenda. vísir/vilhelm Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Heilbrigðismálin eru það málefni sem skiptir fólk mestu máli í kosningabaráttunni fram undan. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Rétt rúmlega þriðjungur, eða 37 prósent, þeirra sem afstöðu tóku nefndu heilbrigðismál. Næstflestir eða 12 prósent völdu efnahagsmál, 7 prósent málefni eldri borgara, 6 prósent nefndu menntamál og 4 prósent skattamál. Aðrir málaflokkar voru sjaldnar nefndir og til dæmis nefndu einungis 2 prósent svarenda umhverfismál og 1 prósent menningarmál. Þegar svörin eru skoðuð eftir kynjum sést talsverður munur, því 44 prósent þeirra kvenna, sem afstöðu taka, nefna heilbrigðismálin en einungis 17 prósent karla. Hins vegar nefna 17 prósent karla sem afstöðu taka efnahagsmálin en einungis 6 prósent kvenna. Heilbrigðismálin eru á meðal helstu bitbeina á Alþingi og hart var tekist á þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var kynnt snemma í september og staðan varð forsætisráðherra að umræðuefni í stefnuræðu hans. „Það er sérstakt gleðiefni að nú stefni loks í að á vormánuðum verði tekin fyrsta skóflustungan að meðferðarkjarna nýs Landspítala,“ sagði Bjarni og bætti við að gera þyrfti gangskör að byggingu hjúkrunarheimila fyrir aldraða í framhaldinu. En stjórnarandstaðan sakaði ríkisstjórnina um að svelta heilbrigðiskerfið. „Þeir sem þurfa mest á þjónustu ríkisins að halda, svo sem eins og sjúklingar, eiga ekki að njóta góðærisins,“ sagði Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.354 manns þar til náðist í 800 samkvæmt lagskiptu úrtaki 2. og 3. október. Svarhlutfallið var 59,1 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða málefni skiptir þig mestu máli i kosningabaráttunni fram undan? Alls tóku 80 prósent afstöðu til spurningarinnar, 17 prósent sögðust óákveðin en 3 prósent svöruðu ekki.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Tengdar fréttir Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00 Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Myndi gjörbreyta stöðunni á Alþingi Ný skoðanakönnun bendir til þess að verulegar breytingar kunni að verða á þingstyrk flokka. Hvorki verður mynduð tveggja né þriggja flokka ríkisstjórn án aðkomu VG. 5. október 2017 06:00
Ný könnun fréttastofu: Björt og Viðreisn myndu hverfa af þingi VG fengi 29 prósenta fylgi ef kosið væri nú og yrði stærsti flokkurinn. Miðflokkurinn kæmi mun fleiri mönnum á þing en Framsókn. Samfylkingin sækir í sig veðrið, en Björt framtíð og Viðreisn fengju ekki þingmenn. 4. október 2017 02:30