Fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar biður slasaða Katalóna afsökunar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 15:45 Til átaka kom á milli lögreglu og fólks sem beið eftir því að geta kosið í kosningunni sem yfirvöld á Spáni segja vera ólöglega. Vísir/AFP Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Enric Millo fulltrúi spænsku ríkisstjórnarinnar í Katalóníu bað í dag alla Katalóna afsökunar sem slösuðust í átökunum á sunnudag. Sagði hann þó að þetta hafi verið katalónsku stjórninni að kenna fyrir að hafa haldið ólöglegar kosningar. Spánverjar lýstu þær ólöglegar og kröfðust þess að þær færu ekki fram en rúmlega 900 manns slösuðust í kringum atkvæðagreiðsluna umdeildu á sunnudag. Harkaleg viðbrögð stjörnvalda Spánar hafa verið gagnrýnd. Lögregluþjónar í óeirðarbúningum beittu kylfum og gúmmíkúlum gegn kjósendum og mótmælendum. Spænska lögreglan lokaði rúmlega 300 og reyndi víða að fjarlægja kjörgögn. 90 prósent kjósenda í Katalóníu kusu með sjálfstæði en lokatölur liggja ekki fyrir. Stjórnlagadómstóll Spánverja setti lögbann á fund katalónska þingsins sem fara átti fram á mánudag og sagði fundinn brot á stjórnarskrá Spánar. Carles Puigdemont, forseti Katalóníu ætlaði að fara fram á að þingið lýsti yfir sjálfstæði. Hugsanlega mun hann koma fyrir þingið á þriðjudag en mikil óvissa er um framtíð Katalóníu. Josep Lluis Trapero, lögreglustjóri í Katalóníu, var færður fyrir dómara í Madrid vegna gruns um uppreisnaráróður gegn ríkinu. Er lögreglusveit hans, Mossos d‘Esquadra, sökuð um að brugðist þegar vernda þurfti spænsku lögregluna frá mótmælendum sem börðust fyrir sjálfstæði Katalóníu. Í frétt á vef BBC kemur fram að ríkisstjórn Spánar ætlar að leggja fram lagabreytingafrumvarp sem mun auðvelda fyrirtækjum að flytja höfuðstöðvar sínar frá Katalóníu. Efnahagur Katalóníu er sterkari en í ýmsum héröðum Spánar.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Tengdar fréttir Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00 Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Katalónar sjálfstæðir um eða eftir helgina Katalónar ætla að lýsa yfir sjálfstæði þegar endanlegar niðurstöður kosninga sunnudagsins liggja fyrir. Yfirlýsing Spánarkonungs vekur reiði sjálfstæðissinna. 5. október 2017 06:00
Mikil óvissa um framtíð Katalóníu Stjórnlagadómstóll Spánar bannar katalónska þinginu að funda. Til stóð að lýsa yfir sjálfstæði á mánudag. 6. október 2017 06:00