„Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni?" Sunna Sæmundsdóttir skrifar 6. október 2017 20:00 Helgi Hrafn Gunnarsson er oddiviti Pírata í Reykjavík. Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn. Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Það er því miður orðið dæmigert að traust landsmanna gagnvart stjórnmálamönnum sé brotið segir oddviti Pírata í Reykjavík. Oddviti Samfylkingarinnar óskar eftir sérstakri rannsókn á viðskiptum Bjarna Benediktssonar í aðdraganda bankahrunsins. Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður telur nauðsynlegt að skoða hvort Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi nýtt innherjaupplýsingar til að bjarga fjármunum sínum og fjölskyldu sinnar í aðdraganda bankahrunsins. Skoða þurfi hvort um sé að ræða nýjar upplýsingar sem ekki hafi áður verið rannsakaðar. „Alþingi verður bara núna að skipa nefnd til þess að rannsaka þetta og hvort það geti verið að sitjandi forsætisráðherra, Bjarni Benediktsson, hafi þarna gerst brotlegur við lög," segir Helga Vala Helgadóttir. Hún segir málið að minnsta kosti vekja upp áleitnar siðferðisspurningar. „Hann er á sama tíma þingmaður, hann situr í nefnd á vegum Alþingis, hann fær þarna mjög mikilvægar innherjaupplýsingar og notar þær. Hvort sem það stangast á við lög eða ekki er það að minnsta kosti risastór siðferðisspurning. Og við megum ekkert við meiru svona. Frá Bjarna Benediktssyni eða öðrum," segir Helga Vala.Þess vegna slitum við samstarfinu Formaður Bjartrar framtíðar telur nauðynlegt að heiðarleiki stjórnmálamanna sé hafinn yfir allan vafa. „Það er vont fyrir okkur í pólitíkinni ef það leikur vafi á okkar högum og hvernig við vinnum. Það er nú kannski einmitt þess vegna sem við slitum ríkisstjórnarsamstarfi, af því okkur fannst mikilvægt að það væri yfir allan vafa hafið að það væri heiðarlega unnið," segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. Oddviti Pírata í Reykjavík segir að það þurfi að vera hægt að treysta stjórnmálamönnum fyrir störfum þingsins. „Það er því miður orðið dæmigert að traust til stjórnmálamanna sé skert út af einhverjum fjárhagslegum hagsmunum," segir Helgi Hrafn Gunnarsson, oddviti Pírata. „Þetta eru menn sem eru að fara setja reglur um það hvað eigi að heita innherjaviðskipti, hvernig er sönnunarbyrðin og svo framvegis. Ætlar fólk í alvöru að treysta mönnum með þessa hagsmuni til þess að setja reglur um þessa hagsmuni?" spyr Helgi Hrafn.Þú telur að Bjarni sé ekki maðurinn í það? „Augljóslega ekki og það kemur persónu hans ekkert við. Það skiptir máli að það sé trúðverðugleiki gagnvart þeim reglum sem eru settar," segir Helgi Hrafn.
Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira