Kóngurinn drekkur líka úr ánni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2017 10:15 Jón Svavar, Arnar Dan og Álfrún í forgrunni – Stúlknakór Reykjavíkur á bak við. Vísir/Ernir Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“ Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Hljómburðurinn í Hafnarborg er góður og myndlistin falleg. Vissulega er plássið knappt svo við verðum að nálgast uppsetninguna eins og torgleikhús að nokkru leyti en tveir sögumenn halda okkur við efnið,“ lýsir Atli Ingólfsson, höfundur tónleikhússverksins Annarleiks sem sýnt verður í Hafnarborg í dag og á morgun, klukkan 18 báða dagana. „Verkið byggir á gamalli persneskri sögu um þjóðflokk sem fær neysluvatn sitt úr á sem rennur gegnum landið en konungur ríkisins á eigin uppsprettu. Þeir sem drekka úr ánni missa vitið og verða léttklikkaðir og kónginum þykir svo vænt um fólkið sitt að hann vill vera eins og það, því drekkur hann líka úr ánni. Frá þessum upphafspunkti spinnast málin í ýmsar áttir,“ lýsir Atli og heldur áfram: „Það kemur í ljós að annar þjóðflokkur býr ofar og hefur mengað ána. Þaðan kemur sendiboði til að vara klikkaða fólkið við en þegar hann áttar sig á að það er hamingjusamt og sterkt finnst honum sjálfsagt að það borgi fyrir það og hótar að senda því reikning. Þannig upphefst rekistefna svo úr verður stríð. Tónverkið fer í gegnum þetta ástand, hamingjuna í upphafi, klikkunina, deiluna um vatnið, stríð og efnahagshrun, hvorki meira né minna.“ Annarleikur var frumfluttur í Cinnober-leikhúsinu í Gautaborg fyrir fimm árum, það leikhús hefur sýnt þrjú tónleikhúsverk eftir Atla. Þaðan koma líka búningarnir nú. Jón Svavar Jósefsson barítón er í aðalhlutverki og var það líka í Gautaborg. Með honum á sviðinu eru Álfrún Helga Örnólfsdóttir, Arnar Dan Kristjánsson og Stúlknakór Reykjavíkur, auk hljóðfæraleikaranna Önnu Petrini á blokkflautu, Kristínar Þóru Haraldsdóttur á víólu, Franks Aarnink á slagverk og Katie Buckley á hörpu. „Það er gaman að vinna erlendis,“ segir Atli. „En enn meira gaman er að verkin berist hingað heim.“
Menning Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira