Forsætisráðherra Spánar útilokar ekki að svipta Katalóníu sjálfræði Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 08:31 Spænski fáninn var áberandi á mótmælum gegn sjálfstæði Katalóníu á Kólumbusartorgi í Madrid í gær. Vísir/AFP Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira
Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, útilokar ekki að beita ákvæðum stjórnarskrár landsins og svipta Katalóna sjálfræði ef stjórnmálaleiðtogar þeirra lýsa yfir sjálfstæði héraðsins. Katalónía er eitt sautján sjálfstjórnarhéraða Spánar sem njóta meiri eða minni sjálfstjórnar. Stjórnvöld þar stóðu fyrir atkvæðagreiðslu um sjálfstæði um síðustu helgi sem stjórnlagadómstól Spánar úrskurðaði ólöglega. Lögreglumenn lokuðu fjölda kjörstaða og gengu hart fram kjósendum og kjörstjórnum. Leiðtogar héraðsins hafa gefið í skyn að þeir muni lýsa yfir sjálfstæði, jafnvel strax í þessari viku. Rajoy hefur völd til að leysa upp héraðsstjórnir og boða til nýrra kosninga þar samkvæmt stjórnarskránni. Fram að þessu hefur hann ekki tekið skýra afstöðu til þess hvort að hann muni neyta þess réttar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ég útiloka ekki algerlega neitt sem er innan marka laganna. Best væri að ekki þyrfti að vera nauðsynlegt að grípa til öfgafullra lausna en til að forðast það þyrftu hlutirnir að breytast mikið,“ segir Rajoy nú við spænska dagblaðið El País. Tugir þúsunda Spánverja mótmæltu sjálfstæðistilburðum Katalóna á útifundum víða um land í gær. Hvöttu þeir leiðtoga lands og héraðs til að halda friðinn og leysa málin með viðræðum. Carles Puigdemont, forseti héraðsstjórnar Katalóníu, hefur lýst sig opinn fyrir viðræðum við landsstjórnina en Rajoy hefur útilokað það þar til leiðtogar Katalóna gefa sjálfstæðishugmyndir sínar upp á bátinn.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Sjá meira