Þorsteinn segir ekki hafa verið tilefni til stjórnarslita Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 15:39 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra vísir/ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra fyrir Viðreisn í fráfarandi ríkisstjórn, segir ekki hafa verið tilefni til að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segir vonbrigði hvernig málinu hafi lyktað og segir Bjarta framtíð hafa mátt bíða með að „sprengja“ ríkisstjórnina.Gríðarleg vonbrigði hvernig fór með ríkisstjórnina Þorsteinn var gestur í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun, ásamt Gunnari Braga Sveinssyni, frambjóðanda Miðflokksins, og Helgu Völu Helgadóttur, frambjóðanda Samfylkingarinnar.Gunnar Bragi reið á vaðið í þætti dagsins og ræddi óstöðugleika í stjórnmálum, sem hann telur m.a. tilkominn vegna þrýstings frá samfélagsmiðlum. Þá sagðist hann ekki halda að auðveldara yrði að mynda ríkisstjórn eftir komandi kosningar en þær síðustu. Þorsteinn tók undir orð Gunnars Braga og sagði örlög síðustu ríkisstjórnar hafa verið vonbrigði. „Það voru gríðarleg vonbrigði hvernig fór með þessa ríkisstjórn og eins og hefur nú komið á daginn þá var þetta aldrei tilefni til að sprengja stjórnarsamstarf. Menn þurfa að geta staðið í lappirnar,“ sagði Þorsteinn.Björt framtíð hefði betur mátt bíðaInntur eftir því hvað hann ætti við með þessum ummælum ítrekaði Þorsteinn að ekki hefði verið tilefni til að slíta stjórnarsamstarfinu. „Málið sem varð á endanum stjórninni að falli, þegar ríkið var fallið og þegar búið var að fara í gegnum það eins og við kölluðum eftir, þá var ekkert tilefni í því máli til að fara að sprengja stjórnarsamstarf,“ sagði Þorsteinn og vandaði fyrrverandi samstarfsflokki sínum, Bjartri framtíð, sem á endanum sleit samstarfinu, ekki kveðjurnar. „Þar hefði Björt framtíð betur mátt bíða og sjá hvernig málið væri nákvæmlega vaxið áður en það væri hlaupið út undir sér á næturfundi að sprengja ríkisstjórn.“ Í tilkynningu um samstarfsslitin sagði Björt framtíð ástæðu þeirra vera „alvarlegan trúnaðarbrest innan ríkisstjórnarinnar.“ Í kjölfar stjórnarslitanna í síðasta mánuði ályktaði ráðgjafaráð Viðreisnar enn fremur að nauðsynlegt væri að rannsaka embættisfærslur forsætis- og dómsmálaráðherra sem leiddu til stjórnarslita áður en gengið verður til kosninga.Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Þorstein, Gunnar Braga og Helgu Völu í heild sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32 Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Bjarni segir stefna í myndun vinstristjórnar Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, segir stefna í vinstristjórn undir forystu Vinstri grænna með stóraukinni útgjaldaaukningu og ríkisfjármálastefnu sem myndi leiða til verðbólgu og hærra vaxtastigs. 7. október 2017 14:32
Formaður Bjartrar framtíðar tekur skoðanakannanir ekki nærri sér Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, kveðst lesa það í kannanir síðustu daga að staðan í stjórnmálunum sé óljós og að mikil hreyfing sé á fylginu. 4. október 2017 15:49