Leitarvélar finna barnapíutæki Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. október 2017 20:00 Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira
Einfalt er að brjótast inn í venjuleg heimilistæki sem tengd eru internetinu og hægt er að nota sérstakar leitarsíður til að finna barnapíutæki og vefmyndavélar. Sérfræðingur í netöryggismálum segir dæmi um slík mál hér á landi og forstjóri Persónuverndar hvetur fólk til þess að fara gætilega með allar upplýsingar. Stór hluti þeirrar eftirlitstækni sem er algeng á heimilum fólks og er tengd internetinu telst ekki nægilega varin. Dæmi eru um leitarvélar þar sem hægt að finna fólk við viðkvæmar aðstæður. Þar má til dæmis finna svokölluð barnapíutæki, opna myndavélarnar og fylgjast með úr fjarlægð.Á síðunni er meðal annars hægt að leita eftir sérstökum löndum og eru þar nokkrar íslenskar niðurstöður. Forstjóri Persónuverndar segir einkalífið orðið berskjaldaðra en oft áður. „Góðu hliðarnar eru þær að það getur verið ósköp huggulegt að vera búinn að kveikja ljós eða kveikja ofninum eða hvað það nú er. En fólk ætti í rauninni að hafa varann á áður en það ákveður að fjarstýra heimilum sínum. Vegna þess að eitthvað sem er kannski þægilegt fyrir þig og þá sem búa á heimilnu getur verið mjög auðvelt í aðgengi fyrir aðra," segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar. Sérfræðingur í netöryggi hjá fyrirtækinu Syndis tekur undir þetta og segir innbrot í algeng heimilstæki einföld í framkvæmd. Slík máli komi upp á Íslandi jafnt sem erlendis. „Það er ekkert launungarmál að þarna út liggja upplýsingar um fullt af tækjum, eins og vefmyndavélum til að fylgjast með börnum og öðru, sem er oft á viðkvæmum stöðum í húsum, inni í svefnherbergjum. Þessir illvittnu aðilar myndu vilja nota svoleiðis til að fjárkúga fólk vegna þess að þarna gætu þeir séð bæði myndir af börnum og hugsanlega einhverju öðru," segir Valdimar Óskarsson, framkvæmdastjóri Syndis. Hann hvetur fólk til þess að sýna varúð og lágmarka áhættu sína. „Nú er þetta Internet of things að tröllríða öllu, þar sem allt tengist Internetinu. Og að sama skapi þegar allt tengist Internetinu að þá er það ákveðin ógn utan frá," segir Valdimar. „Það þarf allavega að skipta um grunnnotendanafn og hafa aðgangsorðið flókið. Það er lágmarkskrafa til að viðhalda einhverju öryggi," segir Valdimar.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Fleiri fréttir Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Sjá meira