Utankjörfundur fer fram í Smáralindinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Það er ágætt pláss til þess að taka á móti fólki í vesturenda Smáralindar. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira