Utankjörfundur fer fram í Smáralindinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. september 2017 06:00 Það er ágætt pláss til þess að taka á móti fólki í vesturenda Smáralindar. Vísir/Vilhelm Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fyrir alþingiskosningarnar 28. október fer fram í Smáralind frá og með laugardeginum 7. október. Þangað til verður hægt að greiða atkvæði á skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu að Hlíðarsmára 1 í Kópavogi. Þetta er í fyrsta sinn sem hægt verður að greiða atkvæði í verslunarmiðstöðinni frá því að hún var opnuð árið 2001. Atkvæðagreiðslan verður vestan til á 2. hæð verslunarmiðstöðvarinnar, skammt frá versluninni H&M. Síðustu ár hefur utankjörfundaratkvæðagreiðslan farið fram í Perlunni og þar áður í Laugardalshöll, en ekki reyndist unnt að fá afnot af húsnæði þar í þetta skiptið.Magnús Már Guðmundsson„Þetta er bara á besta stað og auðvelt aðgengi, segir Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Menn geti verslað og kosið í sama húsinu. „Þú getur farið í ræktina og hreinsað hugann og kosið á eftir,“ segir hann. Ekki eru allir jafn hrifnir. „Mér fyndist meiri bragur á því að hafa þetta eins og verið hefur, en þetta er skammur fyrirvari og menn hafa þurft að sníða sér stakk eftir vexti. En ég vona að þetta verði bara í þetta eina skipti og finnst þetta sjoppulegt,“ segir Magnús Már Guðmundsson, borgarfulltrúi í Reykjavík. En hvers vegna að fara með utankjörfundaratkvæðagreiðsluna í Smáralind frekar en aðrar verslunarmiðstöðvar? „Ég held að ástæðan fyrir þessu hljóti að vera sú að þeir í Smáralind hafi nóg af lausu plássi til að láta undir svona atburð. Við hér í Kringlunni höfum ekkert pláss fyrir svona,“ segir Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, stærsta eiganda Kringlunnar. Hann hafði ekki heyrt af ákvörðun sýslumannsins þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. „Ég held að við munum ekki óska skýringa á því af hverju þeir fengu þetta enda hlýtur útskýringin að felast í rýminu sem menn hafa undir þetta,“ bætir Guðjón við.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent