Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. september 2017 11:45 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, á Bessastöðum á mánudag þegar hann lagði fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof. vísir/anton brink Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. Hann lagði hins vegar fram tillögu um verklag fyrir breytingar á stjórnarskránni og hvernig standa skuli að þeim að sögn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hann vill þó að öðru leyti ekki fara nánar út í hvað felst í tillögu Bjarna og kveðst bundinn trúnaði um það en í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að Bjarni hefði lagt fram minnisblað um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð á næstu þremur kjörtímabilum. Vinnan fari fram á árunum 2017 til 2028 og verði áfangaskipt, það er að ekki verði gerð tilraun til að breyta allri stjórnarskránni í einu. Í tillögunni felst að allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sameiginlega að málinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSegir gott að fá eitthvað fram varðandi stjórnarskrána frá Bjarna Engin niðurstaða liggur fyrir en Logi segir að hann sé ánægður að eitthvað komi frá Bjarna nú. Stjórnarskráin er eitt af nokkrum málum sem koma þarf í ákveðinn farveg fyrir kosningar þar sem endurskoðun á henni átti að hefjast á þessu kjörtímabili sem varð óvænt miklu styttra en menn gerðu ráð fyrir. „Það er gott að fá eitthvað frá honum því fundur sem hann hélt í vor að hans frumkvæði þá skilaði hann engu frá sér. Þá er rétt að hafa í huga að þeir fimm flokkar sem ræddu mögulega stjórnarmyndun í vetur voru búnir að koma sér saman um ákveðið verklag og það þýðir að það er augnablikinu meirihluti á þingi fyrir slíkri leið. Mér finnst að það hefði þurft að taka meira tillit til hennar,“ segir Logi. Logi segir að í fimm flokkanna leiðinni felist að stíga ákveðnar til jarðar en Bjarni leggur til.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/daníel þórMikils vinnandi að menn nái saman um næstu skref Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi stjórnarskrána á fundi formannanna í gær annað en að ræða málin frekar. „Það hefur komið upp að leggja fram einhverja tillögu að verklagi sem menn geti sameinast um. Mér finnst það til mikils vinnandi að menn nái saman um það í það minnsta að menn nái saman um næstu skref. En ég er ekki kominn á þann stað með mínu fólki að vera með skýra afstöðu gagnvart því sem var rætt á fundinum,“ segir Óttarr.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/anton brinkVilja breytingarákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskrá Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að Píratar geti ekki fallist á neitt í líkingu við það sem Bjarni lagði til á fundinum í gær án þess að inn komi breytingarákvæði úr nýju stjórnarskránni. „Það gengur út á það að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Í staðinn fyrir að rjúfa þing og hafa tvö þing þá er málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslu. En Bjarni er bara algjörlega á móti þessu. Samt hefur hann samþykkt sambærilegt ákvæði sem var bara með miklum þröskuld og sem var svona sólarlagsákvæði,“ segir Birgitta og bætir við að Píratar séu ekki til umræðu um svona verklag sem tekur langan tíma og byrjar á vitlausum enda að þeirra mati. „Erfiðasti hlutinn er tekinn fyrst í stað þess að fara til dæmis fyrst í mannréttindamálin. Mér fannst tónninn í Bjarna vera þannig að þeir væru tilbúnir að fara í málþóf fram á kjördag ef að meirihluti þingsins myndi setja breytingarákvæðið á dagskrá. Það væri náttúrulega frábært ef fólk getur komið sér saman um hluti en það verður að vera einhver öryggisventill og hverjir eru besti öryggisventillinn á lýðræðið? Það er auðvitað almenningur og ef hann treystir ekki sama fólkinu og vill að kjósi sig til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar þá er eitthvað ekki í lagi.“ Formenn flokkanna funda aftur í dag klukkan 12:30 með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Þá verður staðan tekin á því hvernig málin standa varðandi þingstörfin framundan og þinglok fyrir kosningar. Eftir formannanna á mánudag var ákveðið að kanna hvaða farveg hægt væri að setja ákveðin mál í, þar á meðal lögfestingu NPA, notendastýrðrar persónlegrar aðstoðar fyrir fatlaða, og mögulegar breytingar á útlendingalögum. Ekki náðist í Bjarna Bendiktsson við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. Hann lagði hins vegar fram tillögu um verklag fyrir breytingar á stjórnarskránni og hvernig standa skuli að þeim að sögn Loga Más Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Hann vill þó að öðru leyti ekki fara nánar út í hvað felst í tillögu Bjarna og kveðst bundinn trúnaði um það en í fréttum RÚV í gærkvöldi kom fram að Bjarni hefði lagt fram minnisblað um að stjórnarskráin yrði endurskoðuð á næstu þremur kjörtímabilum. Vinnan fari fram á árunum 2017 til 2028 og verði áfangaskipt, það er að ekki verði gerð tilraun til að breyta allri stjórnarskránni í einu. Í tillögunni felst að allir flokkar sem sæti eiga á Alþingi vinni sameiginlega að málinu.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkSegir gott að fá eitthvað fram varðandi stjórnarskrána frá Bjarna Engin niðurstaða liggur fyrir en Logi segir að hann sé ánægður að eitthvað komi frá Bjarna nú. Stjórnarskráin er eitt af nokkrum málum sem koma þarf í ákveðinn farveg fyrir kosningar þar sem endurskoðun á henni átti að hefjast á þessu kjörtímabili sem varð óvænt miklu styttra en menn gerðu ráð fyrir. „Það er gott að fá eitthvað frá honum því fundur sem hann hélt í vor að hans frumkvæði þá skilaði hann engu frá sér. Þá er rétt að hafa í huga að þeir fimm flokkar sem ræddu mögulega stjórnarmyndun í vetur voru búnir að koma sér saman um ákveðið verklag og það þýðir að það er augnablikinu meirihluti á þingi fyrir slíkri leið. Mér finnst að það hefði þurft að taka meira tillit til hennar,“ segir Logi. Logi segir að í fimm flokkanna leiðinni felist að stíga ákveðnar til jarðar en Bjarni leggur til.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/daníel þórMikils vinnandi að menn nái saman um næstu skref Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að ekkert hafi verið ákveðið varðandi stjórnarskrána á fundi formannanna í gær annað en að ræða málin frekar. „Það hefur komið upp að leggja fram einhverja tillögu að verklagi sem menn geti sameinast um. Mér finnst það til mikils vinnandi að menn nái saman um það í það minnsta að menn nái saman um næstu skref. En ég er ekki kominn á þann stað með mínu fólki að vera með skýra afstöðu gagnvart því sem var rætt á fundinum,“ segir Óttarr.Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata.vísir/anton brinkVilja breytingarákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu inn í stjórnarskrá Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að Píratar geti ekki fallist á neitt í líkingu við það sem Bjarni lagði til á fundinum í gær án þess að inn komi breytingarákvæði úr nýju stjórnarskránni. „Það gengur út á það að hægt sé að breyta stjórnarskránni án þess að rjúfa þing. Í staðinn fyrir að rjúfa þing og hafa tvö þing þá er málinu vísað til þjóðarinnar og þjóðaratkvæðagreiðslu. En Bjarni er bara algjörlega á móti þessu. Samt hefur hann samþykkt sambærilegt ákvæði sem var bara með miklum þröskuld og sem var svona sólarlagsákvæði,“ segir Birgitta og bætir við að Píratar séu ekki til umræðu um svona verklag sem tekur langan tíma og byrjar á vitlausum enda að þeirra mati. „Erfiðasti hlutinn er tekinn fyrst í stað þess að fara til dæmis fyrst í mannréttindamálin. Mér fannst tónninn í Bjarna vera þannig að þeir væru tilbúnir að fara í málþóf fram á kjördag ef að meirihluti þingsins myndi setja breytingarákvæðið á dagskrá. Það væri náttúrulega frábært ef fólk getur komið sér saman um hluti en það verður að vera einhver öryggisventill og hverjir eru besti öryggisventillinn á lýðræðið? Það er auðvitað almenningur og ef hann treystir ekki sama fólkinu og vill að kjósi sig til að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar þá er eitthvað ekki í lagi.“ Formenn flokkanna funda aftur í dag klukkan 12:30 með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta Alþingis. Þá verður staðan tekin á því hvernig málin standa varðandi þingstörfin framundan og þinglok fyrir kosningar. Eftir formannanna á mánudag var ákveðið að kanna hvaða farveg hægt væri að setja ákveðin mál í, þar á meðal lögfestingu NPA, notendastýrðrar persónlegrar aðstoðar fyrir fatlaða, og mögulegar breytingar á útlendingalögum. Ekki náðist í Bjarna Bendiktsson við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Kosningar 2017 Tengdar fréttir Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59 Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39 Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Sjá meira
Óttarr og Bjarni féllust í faðma og kvöddust Bjarni Benediktsson ætlar að leiða Sjálfstæðisflokkinn í komandi kosningum. 18. september 2017 11:59
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn með mest fylgi Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri hreyfingin grænt framboð mælast með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun sem framkvæmd var af Zenter rannsóknum. 18. september 2017 17:39
Tími tveggja flokka stjórna liðinn Sjálfstæðisflokkurinn er á pari við verstu niðurstöðu sína í nýrri könnun. Þrír stjórnmálaflokkar eru í mikilli hættu á að missa alla þingmenn. Niðurstaðan minnir á pólitískt landslag í Skandinavíu. 20. september 2017 06:00