Brot af því besta frá GUCCI Ritstjórn skrifar 20. september 2017 21:00 Glamour/Getty Sumarlína Gucci fyrir næsta sumar, 2018 var sýnd fyrr í dag. Vinsældir Gucci hafa aukist rosalega með árunum og er þetta vinsælasta fatamerkið í heiminum í dag. Alessandro Michele er listrænn stjórnandi merkisins og hefur velgengni tískuhússins vaxið gríðarlega eftir að hann tók við keflinu. Eins og við var að búast er mikið um litir og munstur, og er þessi lína rosalega fjölbreytt. Alessandro er augljóslega undir áhrifum frá níunda áratuginum, því það er meira um diskó og samfestinga í þessari línu heldur en hans fyrri. Einnig má sjá nokkur þjóðleg áhrif koma fram. Íþróttafatnaðurinn er ekki langt undan og er hann ekki að fara að detta út úr tískuheiminum á næstunni. Nokkrar lykilflíkur koma þarna fram sem við efumst ekki um að verði vinsælar. Jakkarnir með loðinu á ermunum öskra á okkur, sem og hlébarðakápan. Fylgihlutirnir voru á sínum stað, en Gucci töskur og belti hafa verið vinsælustu fylgihlutirnir síðustu ár. Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Kate Moss með nýja kærastanum í París Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Nicki Minaj og H&M í samstarfi Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Skær maskari hjá Dries Van Noten Glamour
Sumarlína Gucci fyrir næsta sumar, 2018 var sýnd fyrr í dag. Vinsældir Gucci hafa aukist rosalega með árunum og er þetta vinsælasta fatamerkið í heiminum í dag. Alessandro Michele er listrænn stjórnandi merkisins og hefur velgengni tískuhússins vaxið gríðarlega eftir að hann tók við keflinu. Eins og við var að búast er mikið um litir og munstur, og er þessi lína rosalega fjölbreytt. Alessandro er augljóslega undir áhrifum frá níunda áratuginum, því það er meira um diskó og samfestinga í þessari línu heldur en hans fyrri. Einnig má sjá nokkur þjóðleg áhrif koma fram. Íþróttafatnaðurinn er ekki langt undan og er hann ekki að fara að detta út úr tískuheiminum á næstunni. Nokkrar lykilflíkur koma þarna fram sem við efumst ekki um að verði vinsælar. Jakkarnir með loðinu á ermunum öskra á okkur, sem og hlébarðakápan. Fylgihlutirnir voru á sínum stað, en Gucci töskur og belti hafa verið vinsælustu fylgihlutirnir síðustu ár.
Mest lesið Tvær fléttur eru betri en ein Glamour Ljóti skórinn sem slær öllum öðrum við Glamour Kate Moss með nýja kærastanum í París Glamour Ilmvatn snýst um persónuleika ekki kyn Glamour Beint í djúpsteiktan kjúkling eftir Óskarinn Glamour Vínrauðar partývarir sem stela senunni Glamour Nicki Minaj og H&M í samstarfi Glamour Dressin á Teen Choice Awards Glamour Jaden og Willow Smith prýða forsíðu Interview Glamour Skær maskari hjá Dries Van Noten Glamour