Fagnar því að sem flestir styðji við menninguna Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 22. september 2017 10:45 "Hún Íris ber ábyrgð á þessu öllu. Ég hlýði henni og treysti,“ segir Sigurður. Vísir/Hanna Sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns verður opnuð í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 klukkan 13.30 á morgun, laugardag. Þar eru ljósmyndaverk, skúlptúrar, grafíkverk og textaverk sem spanna allan feril Sigurðar, frá fyrstu sýningu hans árið 1969 til dagsins í dag. „Sýningin teygir sig milli hæða í Arion banka. Á henni er samansafn af verkum sem eru hér á landi í safnaeign og einkaeign. Hún Íris Stefánsdóttir sem sér um upphenginguna hefur grafið ýmislegt upp og svo kemur hún þessu vel fyrir. Það er hún sem ber ábyrgð á þessu öllu. Ég hlýði henni og treysti,“ segir Sigurður sem ætlar að verða viðstaddur sýningaropnunina á morgun. Þar verður fyrirlestur um verkin hans sem Gunnar Árnason listheimspekingur heldur. „Ég verð að hlusta á hann,“ segir Sigurður. „Það er það minnsta sem ég get gert.“Ein myndanna á sýningunni.Sigurður býr í Kína en kveðst hafa átt erindi til Svíþjóðar og Hollands. „Ég reyni alltaf að koma til Íslands þegar ég er í Evrópu, það var alveg sérstaklega gott núna, ég fór austur á Djúpavog og var þar í paradísarveðri,“ segir hann. „Svo finnst mér veðrið í borginni núna líka skemmtilegt, sæt rigning og fín. Annars er ég ekki mikið fyrir það sem kemur að ofan. Förum ekki nánar út í það.“ Hann segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann sýni innan veggja fjármálastofnunar. Vill ekki ræða mikið um þau tímamót en segir. „Auðvitað hlýt ég að fagna því, eins og allir, að sem flestir styðji við menninguna. Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýning á verkum Sigurðar Guðmundssonar myndlistarmanns verður opnuð í höfuðstöðvum Arion banka í Borgartúni 19 klukkan 13.30 á morgun, laugardag. Þar eru ljósmyndaverk, skúlptúrar, grafíkverk og textaverk sem spanna allan feril Sigurðar, frá fyrstu sýningu hans árið 1969 til dagsins í dag. „Sýningin teygir sig milli hæða í Arion banka. Á henni er samansafn af verkum sem eru hér á landi í safnaeign og einkaeign. Hún Íris Stefánsdóttir sem sér um upphenginguna hefur grafið ýmislegt upp og svo kemur hún þessu vel fyrir. Það er hún sem ber ábyrgð á þessu öllu. Ég hlýði henni og treysti,“ segir Sigurður sem ætlar að verða viðstaddur sýningaropnunina á morgun. Þar verður fyrirlestur um verkin hans sem Gunnar Árnason listheimspekingur heldur. „Ég verð að hlusta á hann,“ segir Sigurður. „Það er það minnsta sem ég get gert.“Ein myndanna á sýningunni.Sigurður býr í Kína en kveðst hafa átt erindi til Svíþjóðar og Hollands. „Ég reyni alltaf að koma til Íslands þegar ég er í Evrópu, það var alveg sérstaklega gott núna, ég fór austur á Djúpavog og var þar í paradísarveðri,“ segir hann. „Svo finnst mér veðrið í borginni núna líka skemmtilegt, sæt rigning og fín. Annars er ég ekki mikið fyrir það sem kemur að ofan. Förum ekki nánar út í það.“ Hann segir þetta vera í fyrsta skipti sem hann sýni innan veggja fjármálastofnunar. Vill ekki ræða mikið um þau tímamót en segir. „Auðvitað hlýt ég að fagna því, eins og allir, að sem flestir styðji við menninguna.
Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira