Einn leikur fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld er Fylkir sótti ÍBV heim. Hvorugu liðinu tókst að skora í tilþrifalitlum leik.
Fylkir var fallinn fyrir leikinn og ÍBV á engan möguleika á titlinum. Það var því að litlu að keppa.
Það sást á liðunum í leiknum sem var lítið fyrir augað.
Fylkir er nú kominn með 9 stig í deildinni og verður í næstneðsta sæti þar til tímabili lýkur en ÍBV er í fjórða sæti með 32 stig.
