Sumir formenn flokkanna gerst brotlegir við lög Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Ólöf Skaftadóttir skrifa 23. september 2017 07:00 Benedikt, Inga, Bjarni, Óttarr, Sigurður, Helgi, Logi og Katrín eru klár í slaginn. Landsmenn ganga til kosninga þann 28. október eftir stutta kosningabaráttu. Formenn flokkanna reifa veigamestu baráttumálin, kosningarnar framundan og hvaða flokkum þeim hugnast að mynda ríkisstjórn með. Síðast en ekki síst eru þeir spurðir hvort þeir hafi komist í kast við lögin. Svör þeirra sumra eru kostuleg.Kerfisbreytingar fyrir þolendur „Við viljum útrýma fátækt á Íslandi og tryggja að við búum öll við mannsæmandi kjör. Við viljum að allir fái jöfn tækifæri til að þroska sig og hæfileika sína,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og segir það ekki verða gert nema meða því að draga úr misskiptingu. „Til dæmis gegnum skattkerfin og bótakerfin. Hluti af sama markmiði er að tryggja öflugt velferðar- og menntakerfi og koma til móts við ríka kröfu Íslendinga um að við gerum betur í heilbrigðismálum og drögum úr kostnaði sjúklinga. Í öðru lagi viljum við að Ísland verði í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og verði kolefnishlutlaust samfélag ekki síðar en 2040,“ segir Katrín og segir brýnt að byrja strax. „Við þurfum öll að vinna saman til að ná því markmiði sem verður ekki gert nema draga verulega úr losun og auka bindingu. Og við viljum kerfisbreytingar í þágu þolenda kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis þannig að sú mikla vitundarvakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skili sér í raunverulegum réttarbótum í þessum málum en líka í aukinni fræðslu og forvörnum.“ Katrín segist myndu vilja leiða ríkisstjórn sem hefur félagshyggju og umhverfisvernd að leiðarljósi. „Við viljum vinna með þeim sem eru reiðubúnir að taka þátt í því verkefni.“ Hún segir að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telji rétt að ganga til kosninga á þessum tímapunkti. „Við Vinstri græn erum alltaf tilbúin í kosningar en auðvitað er það ekki gott til langframa að kjósa hér á hverju ári.“Hvað er brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu? „Það er margt sem má laga í íslenskri stjórnmálamenningu. Í fyrsta lagi er það forsenda lýðræðissamfélags að almenningur fái upplýsingar, ákvarðanir séu skiljanlegar, rökstuddar og rekjanlegar og séu ekki teknar á bak við luktar dyr. Í öðru lagi vil ég segja að ég hef sjálf trú á því að þótt ég sem stjórnmálamaður hafi sterkar skoðanir og sannfæringu sem ekki njóta alltaf fylgis meirihlutans sé það best fyrir þjóðina ef við leggjum meira á okkur til að skapa breiðari samstöðu. Það væri til dæmis hægt að gera með því að láta reyna á myndun minnihlutastjórnar eftir kosningar sem myndi neyðast til þess að eiga breiðara samtal en innan sinna raða um stuðning við mikilvæg mál.“Hefur þú trú á því að það muni ganga eitthvað betur að mynda ríkisstjórn eftir að talið verður upp úr kjörkössunum nú í október, en var síðasta október? Ef já, af hverju? „Ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýn á það þar til annað kemur í ljós. Við erum líka öll reynslunni ríkari eftir stjórnarmyndunarviðræður síðast og höfum væntanlega dregið lærdóm af þeim.“Og svo til að hafa þetta aðeins skemmtilegra: Hefurðu komist í kast við lögin? „Ég hef verið sektuð fyrir hraðakstur og að tala í síma undir stýri. Ég geri það ekki aftur.“Logi Einarsson, formaður SamfylkingarinnarVill stjórn sem hleypir þjóðinni að borðinu „Útrýma þarf fátækt og tryggja öllum betri kjör. Ekki síst öldruðum og öryrkjum,“ leggur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, áherslu á. „Ríkið þarf að koma að stórátaki í húsnæðismálum og búa almennt betur að unga fólkinu sem draga mun vagninn í framtíðinni. Það getur í sjálfu sér haft allan heiminn að vettvangi og við verðum að tryggja að Ísland sé samkeppnishæft við önnur lönd. Það verður að leggja allt kapp á að mæta þeirri gjörbreyttu heimsmynd sem blasir við okkur með gríðarlegum tækniframförum og örva atvinnuhætti sem styðja við hana. Til þess að það náist þarf að stórefla menntakerfið. Það er veigamesta verkefnið,“ segir Logi. Hann segist vilja mynda ríkisstjórn um jöfnuð, félagslegan stöðugleika og framfarir. „Stjórn sem hleypir þjóðinni að borðinu í stórum málum og virðir vilja hennar. Það hefðu flokkarnir fimm sem reyndu að mynda ríkisstjórn getað gert. En það tókst ekki, því miður. Til þess þarf stærri Samfylkingu.“ Hann segir það illt að á rúmu ári falli tvær ríkisstjórnir vegna skorts á siðferði. „Mála er varða ofbeldi við börn og skattaundanskot ríkasta fólks landsins. Ég held að engum líði vel yfir því að þurfa síendurtekið að kjósa vegna mála eins og þeirra sem urðu tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli,“ segir Logi og nefnir í því samhengi þau atriði sem brýnt sé að laga í íslenskri stjórnmálamenningu. „Heilbrigt heimilislíf byggist ekki síst á heiðarleika, trúnaði og virðingu. Ef eitthvað af þessu er ekki til staðar er hætta á upplausn fjölskyldunnar. Mikilvægt skref í þá átt að laga stjórnmálamenningu landsins er samþykkt nýrrar stjórnarskrár,“ segir Logi. En hvað segir Logi við þeirri gagnrýni, sem oft er sett fram, um að vinstri vængur stjórnmálanna geti ómögulega komið sér saman um neitt og í því felist vandi vinstrimanna – að þeir skipti sér upp í smærri fylkingar í stað einnar stórrar? „Eina ríkisstjórnin sem hefur haldið út heilt kjörtímabil sl. 10 ár var reyndar hrein vinstri stjórn. Félagshyggjuöflin geta vel unnið saman. Hitt er svo annað mál að vinstri vængur þarf að skilgreina nokkur meginmál sem mestu skipta og einsetja sér að vinna að þeim sameiginlega. Í öðrum málum eru flokkar með ólíkar áherslur. Margt aðgreinir t.d. Samfylkinguna og Vinstri græn þegar kemur að gjaldmiðlamálum, samskiptum við umheiminn og meðferð auðlinda okkar, svo fátt eitt sé nefnt.“ Og Logi hefur komist í kast við lögin. „Ég hef fengið sektir fyrir að keyra of hratt.“Helgi Hrafn Gunnarsson PíratiSnýst um málefni og vinnubrögð „Píratar berjast fyrir eflingu lýðræðis og borgararéttinda í víðum skilningi, sem og umbótum í stjórnsýslunni þannig að fólk njóti sterkari verndar gegn valdhöfum, en hafi einnig meiri áhrif á það hvernig valdi þeirra er beitt. Það er mjög erfitt að forgangsraða þessum hlutum því þeir byggja allir hver á öðrum, en ætli ég myndi ekki persónulega setja borgararéttindin í fyrsta sætið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann segir að þeir flokkar sem hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með þurfi að vera sammála um hlutverk ríkisstjórna. „Og hvað teljist ásættanleg vinnubrögð þeirra. Ég skal orða þetta svona; ég tel óhugsandi að Píratar gætu staðið að, stutt við eða varið vinnubrögðin sem voru sýnd við skipan Landsdóms í vor. Fyrir mér snýst spurningin þó um málefni og vinnubrögð.“ Hann segist ekki hafa verið hlynntur því að fara í kosningar þegar ríkisstjórnin féll. Heldur vildi hann minnihlutastjórn. „Nú skilst mér að það hafi verið reynt en ekki verið mögulegt, eitthvað sem ég vissi ekki þá, og þá er ekkert eftir annað en að kjósa. Að mínu mati er þessi atburðarás afleiðing þess að kjörnir fulltrúar hafa hummað það of lengi fram af sér að uppfæra stjórnsýsluna og lýðræðislega ferla í takt við nýja tíma, sem fela í sér miklu meiri kröfur um gegnsæi og ábyrgð í stjórnmálum heldur en ríkjandi öfl eru vön,“ segir Helgi Hrafn.Þegar þú varst síðast á þingi var gjarnan sagt um þig að þú værir vinsæll innan þingsins, þvert á flokkslínur. Telurðu að slíkt muni breyta einhverju fyrir Pírata á næsta kjörtímabili? „Ég veit það ekki. Vonandi fá staðreyndir, málefnaleg rök og vel úthugsaðar skoðanir að ráða ferðinni, sem er reyndar oft erfitt á Alþingi af ástæðum sem eru of margar til að telja upp í svo fáum orðum.“ Helgi Hrafn hefur komist í kast við lögin. „Já, eitt sinn fékk ég 5.000 króna sekt eða dómsátt fyrir brot á lögreglusamþykkt, sem ég finn reyndar ekki við snögga leit á netinu, en má ætla að hafi þann tilgang að hvetja fólk til að sinna ákveðinni grunnþörf innandyra og almennt í herbergjum sérstaklega útbúnum til þeirrar iðju.“Inga Sæland, formaður Flokks fólksinsAllir geti tekið þátt í samfélaginu „Við viljum afnema verðtryggingu og okurvexti og setja þá í það sem best þekkist i nágrannalöndunum. Það er liður í því að útrýma fátækt á Íslandi,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá er mikilvægt að gefa almenningi kost á því að eignast öruggt heimili með því að koma hér upp félagslegu húsnæðiskerfi. Þá er það heilbrigðiskerfið, það eiga ekki að vera forréttindi að geta leitað sér lækninga, grunnþjónusta í heilbrigðiskerfinu á að vera gjaldfrjáls.“ Inga segir að veigamesta baráttumál flokksins sé að útrýma fátækt. „Svo allir geti tekið þátt í samfélaginu og lifað hér með reisn en ekki einungis fáir útvaldir auðkýfingar.“Hún er opin fyrir samstarfi við alla þá flokka sem vilja fara í það verkefni að útrýma fátækt. „Og hugsa þannig um almannahag.“Inga er sátt við að ganga til kosninga núna og telur almenning vera það líka. „Almenningur sér skýrt að fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt fyrir hann.“Hér skortir heilindi, segir hún svo um hvað er brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu. „Stjórnmálamenn þurfa að verða trúir því sem þeir boða. Standa við gefin loforð.“En hvað segir hún um þær gagnrýnisraddir sem telja afstöðu flokksins í útlendingamálum ala á andúð gagnvart þeim?„Ég segir þær raddir vera algjörlega ósannar. Það er ekkert í okkar málflutningi sem elur á slíkri andúð.“En hefur hún komist í kast við lögin? „Nei, það held ég nú alls ekki,“ segir Inga.Leggjast gegn skattahækkunum „Framfarir í landinu verða drifnar áfram af krafti atvinnulífsins og sterkri stöðu efnahagsmála,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Við leggjumst gegn skattahækkunum. Við höfum náð miklum árangri á skömmum tíma og þannig lagt grunn að þeirri sókn sem þegar er hafin í velferðarmálum. Uppbyggingin þarf einfaldlega að halda áfram í heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og öryrkja. Menntamálin ráða úrslitum um getu okkar til að standa sterk í samkeppni þjóðanna.“ Um samstarf við aðra flokka segir hann: „Ég er tilbúinn að vinna með öllum sem hafa raunverulegan vilja til að axla ábyrgð á stjórn landsins og halda áfram með þau góðu verkefni sem unnin hafa verið á undanförnum árum.“Hann segir að þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar sé því ekki að neita að honum þyki ýmislegt miður varðandi stjórnarslitin. „Mér þykir miður að ábyrgðarleysi og óstöðugleiki samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn hafi valdið því að nú sé gengið til kosninga. Það hefði að sjálfsögðu farið betur á því að ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði náð að leiða til lykta þau fjölmörgu og góðu mál sem á hennar borði voru.“Um bætta íslenska stjórnmálamenningu segir hann: „Í mínum huga er það augljóst að traust og ábyrgð eru þeir þættir sem mikilvægast er að leggja áherslu á að bæta.“Hann telur stjórnarmyndun munu verða flókna. „Ég tel að stjórnarmyndun muni að öllum líkindum verða flókin verði niðurstöður kosninga eins og kannanir benda nú til. Ég hef hins vegar trú á því að á komandi vikum muni landsmenn átta sig á mikilvægi þess að kjósa til Alþingis flokka sem geti í raun staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera kosnir á Alþingi og mynda hér ríkisstjórn. Það mun að mínum dómi auðvelda stjórnarmyndun að loknum kosningum.“Bjarni segist aðeins einu sinni hafa komist í kast við lögin. „Já, ég kom einu sinni fljúgandi á hjólinu mínu af lóðinni beint út á götu og í veg fyrir bíl. Það mátti satt best að segja litlu muna. En þetta var sem sagt lögreglubíll. Hann snarhemlaði. Lögreglumaður kom út nánast í jafn miklu áfalli og ég og sagði mér að snauta heim og gera þetta aldrei aftur. Ég var fimm að verða sex, og lét mér þetta að kenningu verða.“Málefnin ráða við stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir Viðreisn leggja áherslu á að lífskjör á Íslandi verði stöðug. „Og svipuð því sem menn búa við í nágrannalöndunum, sérstaklega húsnæðisverð, vextir og matvælaverð. Viðreisn mun láta málefni ráða við stjórnarmyndun. Við erum með reynslu af því að ræða við ýmsa,“ segir Benedikt spurður út í það með hvaða flokkum hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn. Hann segir mat flokksins að erfitt eða ómögulegt yrði að mynda stjórn eftir að upp úr slitnaði. „Atburðirnir síðan hafa staðfest það. Við hefðum helst viljað halda áfram þeim góðu verkum sem við vorum byrjuð á. Könnun Fréttablaðsins bendir til þess að 2/3 hlutar þjóðarinnar telji kosningar réttar núna, en maður finnur ekki mikla kæti meðal almennings á förnum vegi,“ segir Benedikt. Hann nefnir að brýnast sé í bættri íslenskri stjórnmálamenningu að stjórnmálamenn temji sér meiri virðingu hver fyrir öðrum. „Og eiga að gæta meira hófs í orðavali. Það skortir of mikið á gagnkvæmt traust og þá er ekki skrítið að almenningur treysti stjórnmálamönnunum ekki.“ Benedikt segist telja stöðu sína sem formaður Viðreisnar sterka. En hefur hann komist í kast við lögin? „Nei, ég held að ég hafi ekki einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur.“Fáir sem sjá eftir ríkisstjórninni „Við þær aðstæður sem uppi eru teljum við framsóknarmenn að kjósendur vilji trausta stjórnmálamenn og flokka sem sýna ábyrgð í störfum sínum. Við þurfum stöðugleika í samfélagið, þannig nýtum við efnahagsbatann best í þágu allra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um það málefni sem hann telur fyrst skipta máli. Traust og stöðugleika. Þá segir hann nauðsynlegt að vera í markvissri uppbyggingarstefnu í heilbrigðis- og skólamálum um land allt. „Og tryggja þannig almenningi öllum, ekki síst öldruðum og ungum, viðunandi lífskjör og aðstæður óháð búsetu. Við verðum að búa okkur undir 4. iðn/tæknibyltinguna til að Ísland verði áfram í hópi þjóða þar sem jöfnuður og lífskjör gerast hvað best,“ segir Sigurður Ingi. „Við Framsóknarmenn teljum að hægt sé að fara í uppbyggingu víða – þar sem ekki er sama þenslan alls staðar. Samfélagið Ísland er sterkast þegar allt landið er öflugt.“Hann segist geta hugsað sér að mynda stjórn með þeim flokkum sem séu til í að fara með í þá vegferð að gera Ísland allt að vænlegum búsetukosti. „Hafa öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og samgöngur. Bæta kjör þeirra sem lakast standa, m.a. meðal aldraðra, öryrkja og barna. Endurbæta skattkerfið þannig að létta skattbyrði hjá millitekjufólki og fólki með lægri tekjur en hækka á hátekjur. Standa vörð um náttúru landsins um leið og við nýtum hana sem sjálfbæra auðlind.“Hann telur fáa sjá eftir ríkisstjórninni. „En ég held að mjög mörgum finnist að við stjórnmálamenn ættum að axla almennt meiri ábyrgð og það sé okkar vinna að mynda starfhæfar ríkisstjórnir og tryggja þannig stöðugleika í samfélaginu.“Brýnast sé að byggja aftur upp traust á milli stjórnmála og almennings. „En líka milli flokka og fólks í stjórnmálum. Það er á ábyrgð flokka og stjórnmálamanna að brúa þetta bil.“Sigurður Ingi notaði hluta sumars til að hitta Framsóknarmenn og segist finna fyrir trausti. Hann segir að auðvitað muni verða tekist á um sæti á framboðslistum. „Ég vona að það muni gerast á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt og allir uni niðurstöðu,“ segir hann og segist hlakka til kosninga. Sigurður Ingi er einn þeirra sem hafa komist í kast við lögin með því að keyra of hratt. „Á árum mínum sem dýralæknir – keyrandi út um allar sveitir, oft í ati eða bráðatilfellum, kom nokkrum sinnum fyrir að lögreglan stöðvaði för vegna of mikils hraða. Það hefur lagast mikið en ég hef samt á tilfinningunni að enn sé verið að safna passamyndum af mér við vegi landsins. En annars hef ég nú bara verið löghlýðinn borgari,“ lofar Sigurður Ingi.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.Vill ekki hatur og rasisma í samstarfi „Mikilvægasta prinsipp Bjartrar framtíðar er betri opin vinnubrögð og traust. Björt framtíð er frjálslyndur umbótaflokkur sem leggur áherslu á umhverfismál og mannréttindi,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, spurður um brýnustu málefnin. Hann segir Bjarta framtíði ekki munu vinna með flokkum sem ali á rasisma. „Það er kýrskýrt að Björt framtíð mun ekki vinna með flokkum sem ala á hatri eða rasisma. Í ljósi aðdraganda þess að Björt framtíð sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er ólíklegt að sjá fyrir samstarf þessara flokka.“ Ertu sáttur við að ganga til kosninga núna? Hvernig heldurðu að almenningi líði með að ganga til kosninga svo stuttu eftir að síðast var kosið? „Ég er sammála meirihluta almennings eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum að rétt sé að ganga til kosninga nú við þessar aðstæður. Kosningar eru í eðli sínu lýðræðislegar og færa valdið til almennings.“ Óttarr segir mikilvægast að koma á trausti í stjórnmálum. „Heiðarleiki og gagnsæi eru grundvöllur þess að skapa traust í stjórnmálum og traust til stjórnmála. Það er ríkjandi tilfinning að sumir séu réttlátari en aðrir, að sumir hafi betra aðgengi að samfélaginu og stjórnkerfinu. Þetta þarf að laga.“Flokkurinn hefur verið gagnrýndur af sumum fyrir að hafa skorast undan ábyrgð með því að slíta stjórnarsamstarfinu síðastliðinn fimmtudag. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Hefðuð þið átt að „sofa á“ ákvörðuninni? Hefði það breytt einhverju? „Ég vísa þeirri gagnrýni til föðurhúsanna. Það hefði verið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við þeim trúnaðarbresti sem afhjúpaðist á fimmtudaginn. Ákvörðun Bjartrar framtíðar er ekki upphafið að falli ríkisstjórnarinnar heldur afleiðing af afhjúpun sem sýndi að traustið sem var forsenda samstarfsins var rofið.“ Óttarr hefur komist í kast við lögin. Lögbrotið varð til þess að hann hætti að drekka fyrir tuttugu árum síðan.Hefurðu komist í kast við lögin? „Já. Árið 1991 var ég fáviti og settist drukkinn undir stýri. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa verið stöðvaður af lögreglunni áður en slys hlaust af, var sektaður og missti prófið. Þetta var eitt af því sem hafði mikil áhrif á það að ég hætti að drekka fyrir að verða 20 árum. Það að hætta að drekka er eitthvert mesta heillaspor sem ég hef stigið.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Landsmenn ganga til kosninga þann 28. október eftir stutta kosningabaráttu. Formenn flokkanna reifa veigamestu baráttumálin, kosningarnar framundan og hvaða flokkum þeim hugnast að mynda ríkisstjórn með. Síðast en ekki síst eru þeir spurðir hvort þeir hafi komist í kast við lögin. Svör þeirra sumra eru kostuleg.Kerfisbreytingar fyrir þolendur „Við viljum útrýma fátækt á Íslandi og tryggja að við búum öll við mannsæmandi kjör. Við viljum að allir fái jöfn tækifæri til að þroska sig og hæfileika sína,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og segir það ekki verða gert nema meða því að draga úr misskiptingu. „Til dæmis gegnum skattkerfin og bótakerfin. Hluti af sama markmiði er að tryggja öflugt velferðar- og menntakerfi og koma til móts við ríka kröfu Íslendinga um að við gerum betur í heilbrigðismálum og drögum úr kostnaði sjúklinga. Í öðru lagi viljum við að Ísland verði í fararbroddi í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og verði kolefnishlutlaust samfélag ekki síðar en 2040,“ segir Katrín og segir brýnt að byrja strax. „Við þurfum öll að vinna saman til að ná því markmiði sem verður ekki gert nema draga verulega úr losun og auka bindingu. Og við viljum kerfisbreytingar í þágu þolenda kynferðisofbeldis og kynbundins ofbeldis þannig að sú mikla vitundarvakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skili sér í raunverulegum réttarbótum í þessum málum en líka í aukinni fræðslu og forvörnum.“ Katrín segist myndu vilja leiða ríkisstjórn sem hefur félagshyggju og umhverfisvernd að leiðarljósi. „Við viljum vinna með þeim sem eru reiðubúnir að taka þátt í því verkefni.“ Hún segir að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga telji rétt að ganga til kosninga á þessum tímapunkti. „Við Vinstri græn erum alltaf tilbúin í kosningar en auðvitað er það ekki gott til langframa að kjósa hér á hverju ári.“Hvað er brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu? „Það er margt sem má laga í íslenskri stjórnmálamenningu. Í fyrsta lagi er það forsenda lýðræðissamfélags að almenningur fái upplýsingar, ákvarðanir séu skiljanlegar, rökstuddar og rekjanlegar og séu ekki teknar á bak við luktar dyr. Í öðru lagi vil ég segja að ég hef sjálf trú á því að þótt ég sem stjórnmálamaður hafi sterkar skoðanir og sannfæringu sem ekki njóta alltaf fylgis meirihlutans sé það best fyrir þjóðina ef við leggjum meira á okkur til að skapa breiðari samstöðu. Það væri til dæmis hægt að gera með því að láta reyna á myndun minnihlutastjórnar eftir kosningar sem myndi neyðast til þess að eiga breiðara samtal en innan sinna raða um stuðning við mikilvæg mál.“Hefur þú trú á því að það muni ganga eitthvað betur að mynda ríkisstjórn eftir að talið verður upp úr kjörkössunum nú í október, en var síðasta október? Ef já, af hverju? „Ég ætla bara að leyfa mér að vera bjartsýn á það þar til annað kemur í ljós. Við erum líka öll reynslunni ríkari eftir stjórnarmyndunarviðræður síðast og höfum væntanlega dregið lærdóm af þeim.“Og svo til að hafa þetta aðeins skemmtilegra: Hefurðu komist í kast við lögin? „Ég hef verið sektuð fyrir hraðakstur og að tala í síma undir stýri. Ég geri það ekki aftur.“Logi Einarsson, formaður SamfylkingarinnarVill stjórn sem hleypir þjóðinni að borðinu „Útrýma þarf fátækt og tryggja öllum betri kjör. Ekki síst öldruðum og öryrkjum,“ leggur Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, áherslu á. „Ríkið þarf að koma að stórátaki í húsnæðismálum og búa almennt betur að unga fólkinu sem draga mun vagninn í framtíðinni. Það getur í sjálfu sér haft allan heiminn að vettvangi og við verðum að tryggja að Ísland sé samkeppnishæft við önnur lönd. Það verður að leggja allt kapp á að mæta þeirri gjörbreyttu heimsmynd sem blasir við okkur með gríðarlegum tækniframförum og örva atvinnuhætti sem styðja við hana. Til þess að það náist þarf að stórefla menntakerfið. Það er veigamesta verkefnið,“ segir Logi. Hann segist vilja mynda ríkisstjórn um jöfnuð, félagslegan stöðugleika og framfarir. „Stjórn sem hleypir þjóðinni að borðinu í stórum málum og virðir vilja hennar. Það hefðu flokkarnir fimm sem reyndu að mynda ríkisstjórn getað gert. En það tókst ekki, því miður. Til þess þarf stærri Samfylkingu.“ Hann segir það illt að á rúmu ári falli tvær ríkisstjórnir vegna skorts á siðferði. „Mála er varða ofbeldi við börn og skattaundanskot ríkasta fólks landsins. Ég held að engum líði vel yfir því að þurfa síendurtekið að kjósa vegna mála eins og þeirra sem urðu tveimur síðustu ríkisstjórnum að falli,“ segir Logi og nefnir í því samhengi þau atriði sem brýnt sé að laga í íslenskri stjórnmálamenningu. „Heilbrigt heimilislíf byggist ekki síst á heiðarleika, trúnaði og virðingu. Ef eitthvað af þessu er ekki til staðar er hætta á upplausn fjölskyldunnar. Mikilvægt skref í þá átt að laga stjórnmálamenningu landsins er samþykkt nýrrar stjórnarskrár,“ segir Logi. En hvað segir Logi við þeirri gagnrýni, sem oft er sett fram, um að vinstri vængur stjórnmálanna geti ómögulega komið sér saman um neitt og í því felist vandi vinstrimanna – að þeir skipti sér upp í smærri fylkingar í stað einnar stórrar? „Eina ríkisstjórnin sem hefur haldið út heilt kjörtímabil sl. 10 ár var reyndar hrein vinstri stjórn. Félagshyggjuöflin geta vel unnið saman. Hitt er svo annað mál að vinstri vængur þarf að skilgreina nokkur meginmál sem mestu skipta og einsetja sér að vinna að þeim sameiginlega. Í öðrum málum eru flokkar með ólíkar áherslur. Margt aðgreinir t.d. Samfylkinguna og Vinstri græn þegar kemur að gjaldmiðlamálum, samskiptum við umheiminn og meðferð auðlinda okkar, svo fátt eitt sé nefnt.“ Og Logi hefur komist í kast við lögin. „Ég hef fengið sektir fyrir að keyra of hratt.“Helgi Hrafn Gunnarsson PíratiSnýst um málefni og vinnubrögð „Píratar berjast fyrir eflingu lýðræðis og borgararéttinda í víðum skilningi, sem og umbótum í stjórnsýslunni þannig að fólk njóti sterkari verndar gegn valdhöfum, en hafi einnig meiri áhrif á það hvernig valdi þeirra er beitt. Það er mjög erfitt að forgangsraða þessum hlutum því þeir byggja allir hver á öðrum, en ætli ég myndi ekki persónulega setja borgararéttindin í fyrsta sætið,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson Pírati. Hann segir að þeir flokkar sem hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn með þurfi að vera sammála um hlutverk ríkisstjórna. „Og hvað teljist ásættanleg vinnubrögð þeirra. Ég skal orða þetta svona; ég tel óhugsandi að Píratar gætu staðið að, stutt við eða varið vinnubrögðin sem voru sýnd við skipan Landsdóms í vor. Fyrir mér snýst spurningin þó um málefni og vinnubrögð.“ Hann segist ekki hafa verið hlynntur því að fara í kosningar þegar ríkisstjórnin féll. Heldur vildi hann minnihlutastjórn. „Nú skilst mér að það hafi verið reynt en ekki verið mögulegt, eitthvað sem ég vissi ekki þá, og þá er ekkert eftir annað en að kjósa. Að mínu mati er þessi atburðarás afleiðing þess að kjörnir fulltrúar hafa hummað það of lengi fram af sér að uppfæra stjórnsýsluna og lýðræðislega ferla í takt við nýja tíma, sem fela í sér miklu meiri kröfur um gegnsæi og ábyrgð í stjórnmálum heldur en ríkjandi öfl eru vön,“ segir Helgi Hrafn.Þegar þú varst síðast á þingi var gjarnan sagt um þig að þú værir vinsæll innan þingsins, þvert á flokkslínur. Telurðu að slíkt muni breyta einhverju fyrir Pírata á næsta kjörtímabili? „Ég veit það ekki. Vonandi fá staðreyndir, málefnaleg rök og vel úthugsaðar skoðanir að ráða ferðinni, sem er reyndar oft erfitt á Alþingi af ástæðum sem eru of margar til að telja upp í svo fáum orðum.“ Helgi Hrafn hefur komist í kast við lögin. „Já, eitt sinn fékk ég 5.000 króna sekt eða dómsátt fyrir brot á lögreglusamþykkt, sem ég finn reyndar ekki við snögga leit á netinu, en má ætla að hafi þann tilgang að hvetja fólk til að sinna ákveðinni grunnþörf innandyra og almennt í herbergjum sérstaklega útbúnum til þeirrar iðju.“Inga Sæland, formaður Flokks fólksinsAllir geti tekið þátt í samfélaginu „Við viljum afnema verðtryggingu og okurvexti og setja þá í það sem best þekkist i nágrannalöndunum. Það er liður í því að útrýma fátækt á Íslandi,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þá er mikilvægt að gefa almenningi kost á því að eignast öruggt heimili með því að koma hér upp félagslegu húsnæðiskerfi. Þá er það heilbrigðiskerfið, það eiga ekki að vera forréttindi að geta leitað sér lækninga, grunnþjónusta í heilbrigðiskerfinu á að vera gjaldfrjáls.“ Inga segir að veigamesta baráttumál flokksins sé að útrýma fátækt. „Svo allir geti tekið þátt í samfélaginu og lifað hér með reisn en ekki einungis fáir útvaldir auðkýfingar.“Hún er opin fyrir samstarfi við alla þá flokka sem vilja fara í það verkefni að útrýma fátækt. „Og hugsa þannig um almannahag.“Inga er sátt við að ganga til kosninga núna og telur almenning vera það líka. „Almenningur sér skýrt að fráfarandi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt fyrir hann.“Hér skortir heilindi, segir hún svo um hvað er brýnast að laga í íslenskri stjórnmálamenningu. „Stjórnmálamenn þurfa að verða trúir því sem þeir boða. Standa við gefin loforð.“En hvað segir hún um þær gagnrýnisraddir sem telja afstöðu flokksins í útlendingamálum ala á andúð gagnvart þeim?„Ég segir þær raddir vera algjörlega ósannar. Það er ekkert í okkar málflutningi sem elur á slíkri andúð.“En hefur hún komist í kast við lögin? „Nei, það held ég nú alls ekki,“ segir Inga.Leggjast gegn skattahækkunum „Framfarir í landinu verða drifnar áfram af krafti atvinnulífsins og sterkri stöðu efnahagsmála,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. „Við leggjumst gegn skattahækkunum. Við höfum náð miklum árangri á skömmum tíma og þannig lagt grunn að þeirri sókn sem þegar er hafin í velferðarmálum. Uppbyggingin þarf einfaldlega að halda áfram í heilbrigðismálum, málefnum aldraðra og öryrkja. Menntamálin ráða úrslitum um getu okkar til að standa sterk í samkeppni þjóðanna.“ Um samstarf við aðra flokka segir hann: „Ég er tilbúinn að vinna með öllum sem hafa raunverulegan vilja til að axla ábyrgð á stjórn landsins og halda áfram með þau góðu verkefni sem unnin hafa verið á undanförnum árum.“Hann segir að þótt Sjálfstæðisflokkurinn sé alltaf reiðubúinn í kosningar sé því ekki að neita að honum þyki ýmislegt miður varðandi stjórnarslitin. „Mér þykir miður að ábyrgðarleysi og óstöðugleiki samstarfsflokka okkar í ríkisstjórn hafi valdið því að nú sé gengið til kosninga. Það hefði að sjálfsögðu farið betur á því að ríkisstjórn þessara þriggja flokka hefði náð að leiða til lykta þau fjölmörgu og góðu mál sem á hennar borði voru.“Um bætta íslenska stjórnmálamenningu segir hann: „Í mínum huga er það augljóst að traust og ábyrgð eru þeir þættir sem mikilvægast er að leggja áherslu á að bæta.“Hann telur stjórnarmyndun munu verða flókna. „Ég tel að stjórnarmyndun muni að öllum líkindum verða flókin verði niðurstöður kosninga eins og kannanir benda nú til. Ég hef hins vegar trú á því að á komandi vikum muni landsmenn átta sig á mikilvægi þess að kjósa til Alþingis flokka sem geti í raun staðið undir þeirri ábyrgð sem því fylgir að vera kosnir á Alþingi og mynda hér ríkisstjórn. Það mun að mínum dómi auðvelda stjórnarmyndun að loknum kosningum.“Bjarni segist aðeins einu sinni hafa komist í kast við lögin. „Já, ég kom einu sinni fljúgandi á hjólinu mínu af lóðinni beint út á götu og í veg fyrir bíl. Það mátti satt best að segja litlu muna. En þetta var sem sagt lögreglubíll. Hann snarhemlaði. Lögreglumaður kom út nánast í jafn miklu áfalli og ég og sagði mér að snauta heim og gera þetta aldrei aftur. Ég var fimm að verða sex, og lét mér þetta að kenningu verða.“Málefnin ráða við stjórnarmyndun Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir Viðreisn leggja áherslu á að lífskjör á Íslandi verði stöðug. „Og svipuð því sem menn búa við í nágrannalöndunum, sérstaklega húsnæðisverð, vextir og matvælaverð. Viðreisn mun láta málefni ráða við stjórnarmyndun. Við erum með reynslu af því að ræða við ýmsa,“ segir Benedikt spurður út í það með hvaða flokkum hann geti hugsað sér að mynda ríkisstjórn. Hann segir mat flokksins að erfitt eða ómögulegt yrði að mynda stjórn eftir að upp úr slitnaði. „Atburðirnir síðan hafa staðfest það. Við hefðum helst viljað halda áfram þeim góðu verkum sem við vorum byrjuð á. Könnun Fréttablaðsins bendir til þess að 2/3 hlutar þjóðarinnar telji kosningar réttar núna, en maður finnur ekki mikla kæti meðal almennings á förnum vegi,“ segir Benedikt. Hann nefnir að brýnast sé í bættri íslenskri stjórnmálamenningu að stjórnmálamenn temji sér meiri virðingu hver fyrir öðrum. „Og eiga að gæta meira hófs í orðavali. Það skortir of mikið á gagnkvæmt traust og þá er ekki skrítið að almenningur treysti stjórnmálamönnunum ekki.“ Benedikt segist telja stöðu sína sem formaður Viðreisnar sterka. En hefur hann komist í kast við lögin? „Nei, ég held að ég hafi ekki einu sinni fengið sekt fyrir of hraðan akstur.“Fáir sem sjá eftir ríkisstjórninni „Við þær aðstæður sem uppi eru teljum við framsóknarmenn að kjósendur vilji trausta stjórnmálamenn og flokka sem sýna ábyrgð í störfum sínum. Við þurfum stöðugleika í samfélagið, þannig nýtum við efnahagsbatann best í þágu allra,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, um það málefni sem hann telur fyrst skipta máli. Traust og stöðugleika. Þá segir hann nauðsynlegt að vera í markvissri uppbyggingarstefnu í heilbrigðis- og skólamálum um land allt. „Og tryggja þannig almenningi öllum, ekki síst öldruðum og ungum, viðunandi lífskjör og aðstæður óháð búsetu. Við verðum að búa okkur undir 4. iðn/tæknibyltinguna til að Ísland verði áfram í hópi þjóða þar sem jöfnuður og lífskjör gerast hvað best,“ segir Sigurður Ingi. „Við Framsóknarmenn teljum að hægt sé að fara í uppbyggingu víða – þar sem ekki er sama þenslan alls staðar. Samfélagið Ísland er sterkast þegar allt landið er öflugt.“Hann segist geta hugsað sér að mynda stjórn með þeim flokkum sem séu til í að fara með í þá vegferð að gera Ísland allt að vænlegum búsetukosti. „Hafa öflugt heilbrigðis- og menntakerfi og samgöngur. Bæta kjör þeirra sem lakast standa, m.a. meðal aldraðra, öryrkja og barna. Endurbæta skattkerfið þannig að létta skattbyrði hjá millitekjufólki og fólki með lægri tekjur en hækka á hátekjur. Standa vörð um náttúru landsins um leið og við nýtum hana sem sjálfbæra auðlind.“Hann telur fáa sjá eftir ríkisstjórninni. „En ég held að mjög mörgum finnist að við stjórnmálamenn ættum að axla almennt meiri ábyrgð og það sé okkar vinna að mynda starfhæfar ríkisstjórnir og tryggja þannig stöðugleika í samfélaginu.“Brýnast sé að byggja aftur upp traust á milli stjórnmála og almennings. „En líka milli flokka og fólks í stjórnmálum. Það er á ábyrgð flokka og stjórnmálamanna að brúa þetta bil.“Sigurður Ingi notaði hluta sumars til að hitta Framsóknarmenn og segist finna fyrir trausti. Hann segir að auðvitað muni verða tekist á um sæti á framboðslistum. „Ég vona að það muni gerast á heiðarlegan og lýðræðislegan hátt og allir uni niðurstöðu,“ segir hann og segist hlakka til kosninga. Sigurður Ingi er einn þeirra sem hafa komist í kast við lögin með því að keyra of hratt. „Á árum mínum sem dýralæknir – keyrandi út um allar sveitir, oft í ati eða bráðatilfellum, kom nokkrum sinnum fyrir að lögreglan stöðvaði för vegna of mikils hraða. Það hefur lagast mikið en ég hef samt á tilfinningunni að enn sé verið að safna passamyndum af mér við vegi landsins. En annars hef ég nú bara verið löghlýðinn borgari,“ lofar Sigurður Ingi.Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.Vill ekki hatur og rasisma í samstarfi „Mikilvægasta prinsipp Bjartrar framtíðar er betri opin vinnubrögð og traust. Björt framtíð er frjálslyndur umbótaflokkur sem leggur áherslu á umhverfismál og mannréttindi,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, spurður um brýnustu málefnin. Hann segir Bjarta framtíði ekki munu vinna með flokkum sem ali á rasisma. „Það er kýrskýrt að Björt framtíð mun ekki vinna með flokkum sem ala á hatri eða rasisma. Í ljósi aðdraganda þess að Björt framtíð sleit samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn er ólíklegt að sjá fyrir samstarf þessara flokka.“ Ertu sáttur við að ganga til kosninga núna? Hvernig heldurðu að almenningi líði með að ganga til kosninga svo stuttu eftir að síðast var kosið? „Ég er sammála meirihluta almennings eins og komið hefur fram í skoðanakönnunum að rétt sé að ganga til kosninga nú við þessar aðstæður. Kosningar eru í eðli sínu lýðræðislegar og færa valdið til almennings.“ Óttarr segir mikilvægast að koma á trausti í stjórnmálum. „Heiðarleiki og gagnsæi eru grundvöllur þess að skapa traust í stjórnmálum og traust til stjórnmála. Það er ríkjandi tilfinning að sumir séu réttlátari en aðrir, að sumir hafi betra aðgengi að samfélaginu og stjórnkerfinu. Þetta þarf að laga.“Flokkurinn hefur verið gagnrýndur af sumum fyrir að hafa skorast undan ábyrgð með því að slíta stjórnarsamstarfinu síðastliðinn fimmtudag. Hverju svarar þú þeirri gagnrýni? Hefðuð þið átt að „sofa á“ ákvörðuninni? Hefði það breytt einhverju? „Ég vísa þeirri gagnrýni til föðurhúsanna. Það hefði verið ábyrgðarleysi að bregðast ekki við þeim trúnaðarbresti sem afhjúpaðist á fimmtudaginn. Ákvörðun Bjartrar framtíðar er ekki upphafið að falli ríkisstjórnarinnar heldur afleiðing af afhjúpun sem sýndi að traustið sem var forsenda samstarfsins var rofið.“ Óttarr hefur komist í kast við lögin. Lögbrotið varð til þess að hann hætti að drekka fyrir tuttugu árum síðan.Hefurðu komist í kast við lögin? „Já. Árið 1991 var ég fáviti og settist drukkinn undir stýri. Ég er óendanlega þakklátur fyrir að hafa verið stöðvaður af lögreglunni áður en slys hlaust af, var sektaður og missti prófið. Þetta var eitt af því sem hafði mikil áhrif á það að ég hætti að drekka fyrir að verða 20 árum. Það að hætta að drekka er eitthvert mesta heillaspor sem ég hef stigið.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira