Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2017 20:00 Gunnar Smári Egilsson segir að flokkurinn muni halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar. Vísir/Stefán Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“ Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fer ekki fram í komandi þingkosningum og þess í stað mun flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. Gunnar Smári Egilsson stofnandi flokksins sendi frá sér fréttatilkynningu um þessa ákvörðun. „Sósíalistaflokkurinn varð til 1. maí síðastliðinn. Félagar flokksins samþykktu að fyrstu verkefni hans yrðu að byggja upp lýðræðislegt innra starf, útfæra grunnstefnu flokksins og blása til Sósíalistaþings í haust. Þessu starfi miðar vel og hreyfing er að verða til. En því er ekki lokið. Af þeim sökum ætlar Sósíalistaflokkurinn ekki að bjóða fram í komandi þingkosningum.“ Í tilkynningunni kom fram að þess í stað muni flokkurinn halda áfram að vinna að uppbyggingu fjöldahreyfingar sem í framtíðinni mun beita sér innan verkalýðshreyfingarinnar, í sveitastjórnum og á þingi. „Við teljum erindi flokksins mikilvægt og það eigi mjög vel við í dag,“ segir Gunnar Smári í samtali við Vísi. Sjálfur er hann ánægður með ákvörðunina um að Sósíalistaflokkurinn færi ekki fram. „Við byrjuðum fundinn á þriðjudaginn síðasta og þá toguðust ýmis sjónarmið á. Bæði að upphaflega var lagt upp með að byggja upp hreyfingu og mögulega flokk í framhaldinu en við vildum ekki vera svona eftirlíking af stjórnmálaflokki á hnignunarbraut, einhverskonar flokksforusta sem reynir að selja sig í fjölmiðlum heldur raunverulega hreyfingu með tengsl inn í verkalýðshreyfingu, samtök, öryrkja og aðra staði þar sem finna má fólk sem hefur orðið undir í óréttlátu samfélagi. Það starf er bara ekki búið, það er bara þannig.“ Ákveðið var að fresta fundinum þar til í dag svo að félagar gætu velt þessu fyrir sér og rætt sín á milli. Eftir umræður í dag var þetta svo niðurstaðan með góðum meirihluta fundarmanna. „Ég er mjög sáttur, það er mikið af kosningum eftir þessar kosningar,“ segir Gunnar Smári um þessa niðurstöðu. Hann segir að nú þurfi bara að halda áfram að byggja upp flokkinn og safna kröftum. „Við ætlum að halda Sósíalistaþing í nóvember eftir kosningar, þann 18. nóvember.“
Kosningar 2017 Mest lesið Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innlent Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Innlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Innlent Fleiri fréttir Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Sjá meira