Sveinn Hjörtur kveður líka Framsókn: Hunsa vilja fólks til að starfa saman Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. september 2017 18:39 Sveinn Hjörtur Guðfinnsson var aðalmaður Framsóknar og flugvallarvina í mannréttindaráði Reykjavíkurborgar Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann sendi frá sér fréttatilkynningu á fjölmiðla rétt í þessu en þar segir meðal annars. „Ég trúi því að og geri mér grein fyrir því að samfélagsleg ábyrgð okkar allra er að bæta samfélagið og tryggja réttsýni og velferð. Við megum ekki gleyma uppruna okkar og reynslu. Við verðum að trúa því að við getum byggt samfélagið upp með sanngirni og staðfestu, með þori og kjark. Að því vil ég stefna. Sveinn Hjörtur segir að hann hafi lengi stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hafi á margan hátt fengið að kenna á því að hafa trú á manni hugsjóna og lausna. Sigmundur Davíð tilkynnti í dag að hann hafi sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinni að stofnun nýs flokks fyrir komandi kosningar. Sveinn Hjörtur segist ekki hafa látið ítrekaðar hótanir á sig fá, frekar trúað því að réttlætið myndi sigra og um leið vonað að menn myndu sjá að sér. Því miður hafi það ekki gerst. „Allt frá flokksþinginu 2016 hefur verið reynt að rétta út sáttarhönd til þess formanns sem nú situr. En engu hefur verið svarað og skipulögð vinna ýmissa aðila í Framsóknarflokknum er augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. Ákveðinn kaupfélagsstjóri á norðurlandi er þar fremstur manna með ofurvald sitt sem hann stýrir með núverandi formanni flokksins Sigurði Inga. Auk þeirra eru aðrir sem tipla í takt við skipanir og fylgja lykt peninganna. Þetta er staðreynd um Framsóknarflokkinn í dag því miður. Nokkrir "eigendur" hans virða ekki siðferðilegar reglur samfélagsins. Þetta veit hinn almenni flokksmaður ekki um.“ Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu hans í heild sinni. Ég hef ákveðið að kveðja FramsóknarflokkinnÞátttaka mín í Framsóknarflokknum hófst ansi snemma. Flokkurinn hefur fylgt mér lengi og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, nú síðast sem formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur í tæp tvö ár. Ég hef alltaf haft trú á því að hægt sé að bæta samfélag okkar og því ákvað ég að gera mitt besta til að láta gott af mér leiða.Í nútíma samfélagi eru stjórnmál vettvangur lausna, eða á að vera svo. Í lífi mínu finn ég að við þurfum þess - aldrei eins mikið og nú - að breyta samfélaginu. Ríkt af tækifærum sem eiga að hlotnast öllum. En það er ekki svo, og því hóf ég þátttöku mína í stjórnmálum. Ég ákvað að taka þátt í því að breyta, fara í verkið og gera mitt allra besta til að bæta samfélag okkar því það er eitt af megin verkefni stjórnmála og grunnstef. Ég hef einnig kynnst ótrúlegustu vinnubrögðum sem túlkast undir stjórnmál, en er frekar líkara algjöru ofvaldi og græðgi. Dökk mynd manneskjunnar sem lætur eigin hagsmuni sér ofar og leitar allra leiða til niðurrifs og hótanna. Í því ati, og í ábyrgð minni sem formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur hef ég orðið vitni að því að lýðræðislegar reglur og vinnubrögð eru ekki virtar, siðareglur brotnar. Ég hef orðið fyrir persónulegum hótunum í minn garð, og fengið minn skerf af duldun hótunum frammámanna og trúnaðarmanna flokksins. Menn hafa leyft sér að hóta með ýmsum hætti, sem ég tel ekki rétt að fara nánar út í á þessum tímapunkti. Ég hef ekki látið ítrekaðar hótanir á mig fá, frekar trúað því að réttlætið sigri og um leið vonað að menn hreinlega sjái að sér. Því miður hefur það ekki gerst. Allt frá flokksþinginu 2016 hefur verið reynt að rétta út sáttarhönd til þess formanns sem nú situr. En engu hefur verið svarað og skipulögð vinna ýmissa aðila í Framsóknarflokknum er augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. Ákveðinn kaupfélagsstjóri á norðurlandi er þar fremstur manna með ofurvald sitt sem hann stýrir með núverandi formanni flokksins Sigurði Inga. Auk þeirra eru aðrir sem tipla í takt við skipanir og fylgja lykt peninganna. Þetta er staðreynd um Framsóknarflokkinn í dag því miður. Nokkrir "eigendur" hans virða ekki siðferðilegar reglur samfélagsins. Þetta veit hinn almenni flokksmaður ekki um. Ég hef lengi stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hef á margan hátt fengið að kenna á því að hafa trú á manni hugsjóna og lausna. Ég hef einnig kynnst góðu fólki í Framsóknarflokknum sem hefur með ósérhlífni unnið að góðum málum og haft trú á því sem það gerir. Fólki sem eru sannir í verkum og þátttöku flokksins. En í dag hef ég ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og frá öllum þeim trúnaðarstörfum sem mér voru falin. Ég þakka fyrir það traust sem mér var falið og þá vinnu sem ég átti með góðu fólki flokksins. Ég trúi því að og geri mér grein fyrir því að samfélagsleg ábyrgð okkar allra er að bæta samfélagið og tryggja réttsýni og velferð. Við megum ekki gleyma uppruna okkar og reynslu. Við verðum að trúa því að við getum byggt samfélagið upp með sanngirni og staðfestu, með þori og kjark. Að því vil ég stefna!Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 „Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum og frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann sendi frá sér fréttatilkynningu á fjölmiðla rétt í þessu en þar segir meðal annars. „Ég trúi því að og geri mér grein fyrir því að samfélagsleg ábyrgð okkar allra er að bæta samfélagið og tryggja réttsýni og velferð. Við megum ekki gleyma uppruna okkar og reynslu. Við verðum að trúa því að við getum byggt samfélagið upp með sanngirni og staðfestu, með þori og kjark. Að því vil ég stefna. Sveinn Hjörtur segir að hann hafi lengi stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hafi á margan hátt fengið að kenna á því að hafa trú á manni hugsjóna og lausna. Sigmundur Davíð tilkynnti í dag að hann hafi sagt skilið við Framsóknarflokkinn og vinni að stofnun nýs flokks fyrir komandi kosningar. Sveinn Hjörtur segist ekki hafa látið ítrekaðar hótanir á sig fá, frekar trúað því að réttlætið myndi sigra og um leið vonað að menn myndu sjá að sér. Því miður hafi það ekki gerst. „Allt frá flokksþinginu 2016 hefur verið reynt að rétta út sáttarhönd til þess formanns sem nú situr. En engu hefur verið svarað og skipulögð vinna ýmissa aðila í Framsóknarflokknum er augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. Ákveðinn kaupfélagsstjóri á norðurlandi er þar fremstur manna með ofurvald sitt sem hann stýrir með núverandi formanni flokksins Sigurði Inga. Auk þeirra eru aðrir sem tipla í takt við skipanir og fylgja lykt peninganna. Þetta er staðreynd um Framsóknarflokkinn í dag því miður. Nokkrir "eigendur" hans virða ekki siðferðilegar reglur samfélagsins. Þetta veit hinn almenni flokksmaður ekki um.“ Hér fyrir neðan má lesa fréttatilkynningu hans í heild sinni. Ég hef ákveðið að kveðja FramsóknarflokkinnÞátttaka mín í Framsóknarflokknum hófst ansi snemma. Flokkurinn hefur fylgt mér lengi og ég hef sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, nú síðast sem formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur í tæp tvö ár. Ég hef alltaf haft trú á því að hægt sé að bæta samfélag okkar og því ákvað ég að gera mitt besta til að láta gott af mér leiða.Í nútíma samfélagi eru stjórnmál vettvangur lausna, eða á að vera svo. Í lífi mínu finn ég að við þurfum þess - aldrei eins mikið og nú - að breyta samfélaginu. Ríkt af tækifærum sem eiga að hlotnast öllum. En það er ekki svo, og því hóf ég þátttöku mína í stjórnmálum. Ég ákvað að taka þátt í því að breyta, fara í verkið og gera mitt allra besta til að bæta samfélag okkar því það er eitt af megin verkefni stjórnmála og grunnstef. Ég hef einnig kynnst ótrúlegustu vinnubrögðum sem túlkast undir stjórnmál, en er frekar líkara algjöru ofvaldi og græðgi. Dökk mynd manneskjunnar sem lætur eigin hagsmuni sér ofar og leitar allra leiða til niðurrifs og hótanna. Í því ati, og í ábyrgð minni sem formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur hef ég orðið vitni að því að lýðræðislegar reglur og vinnubrögð eru ekki virtar, siðareglur brotnar. Ég hef orðið fyrir persónulegum hótunum í minn garð, og fengið minn skerf af duldun hótunum frammámanna og trúnaðarmanna flokksins. Menn hafa leyft sér að hóta með ýmsum hætti, sem ég tel ekki rétt að fara nánar út í á þessum tímapunkti. Ég hef ekki látið ítrekaðar hótanir á mig fá, frekar trúað því að réttlætið sigri og um leið vonað að menn hreinlega sjái að sér. Því miður hefur það ekki gerst. Allt frá flokksþinginu 2016 hefur verið reynt að rétta út sáttarhönd til þess formanns sem nú situr. En engu hefur verið svarað og skipulögð vinna ýmissa aðila í Framsóknarflokknum er augljóslega ætluð til að ná völdum og hunsa vilja fólks til að starfa saman. Ákveðinn kaupfélagsstjóri á norðurlandi er þar fremstur manna með ofurvald sitt sem hann stýrir með núverandi formanni flokksins Sigurði Inga. Auk þeirra eru aðrir sem tipla í takt við skipanir og fylgja lykt peninganna. Þetta er staðreynd um Framsóknarflokkinn í dag því miður. Nokkrir "eigendur" hans virða ekki siðferðilegar reglur samfélagsins. Þetta veit hinn almenni flokksmaður ekki um. Ég hef lengi stutt Sigmund Davíð Gunnlaugsson og hef á margan hátt fengið að kenna á því að hafa trú á manni hugsjóna og lausna. Ég hef einnig kynnst góðu fólki í Framsóknarflokknum sem hefur með ósérhlífni unnið að góðum málum og haft trú á því sem það gerir. Fólki sem eru sannir í verkum og þátttöku flokksins. En í dag hef ég ákveðið að segja mig úr Framsóknarflokknum og frá öllum þeim trúnaðarstörfum sem mér voru falin. Ég þakka fyrir það traust sem mér var falið og þá vinnu sem ég átti með góðu fólki flokksins. Ég trúi því að og geri mér grein fyrir því að samfélagsleg ábyrgð okkar allra er að bæta samfélagið og tryggja réttsýni og velferð. Við megum ekki gleyma uppruna okkar og reynslu. Við verðum að trúa því að við getum byggt samfélagið upp með sanngirni og staðfestu, með þori og kjark. Að því vil ég stefna!Sveinn Hjörtur Guðfinnsson
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52 Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25 „Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Sigmundur Davíð sagður ætla að ganga til liðs við Samvinnuflokkinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gengur til liðs við Samvinnuflokkinn fyrir komandi kosningar. 24. september 2017 12:52
Gunnar Bragi segist hafa áhyggjur af vinnubrögðum innan Framsóknarflokksins Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra segir það sorglegt fyrir flokkinn að Sigmundur Davíð hafi ákveðið að segja skilið við hann. 24. september 2017 15:25
„Það er spurning hvort hann hafi ekki þorað að taka slaginn“ Þórunn Egilsdóttir bregst við tíðindum dagsins. 24. september 2017 17:19
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent