RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2017 12:40 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus líti svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana hans. Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00