Með Sigmundi Davíð færist fókusinn á botnbaráttuna Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2017 15:46 Pólitíska sprengja helgarinnar er sú að Sigmundur Davíð hefur bókað sig í hlaupið og var þar margt um manninn fyrir. „Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
„Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er stjórnmálamaður þeirrar gerðar sem gefur látið alla umræðu í landinu hverfast um sig,“ segir Eiríkur Bergmann prófessor en Vísir náði í hann þar sem hann var staddur á flugvelli í Zurich, á leið heim. Vísir fór yfir stöðuna fyrir þessar kosningar með fulltingi Eiríks fyrir helgi. En, lengi er von á einum. Nýtt framboð Sigmundar Davíðs breytir myndinni, þó það skekki hana kannski ekki. Því eins og ný rannsókn leiðir í ljós þá færa kjósendur sig ekki svo mjög á milli blokka, frekar að þeir færi sig á milli íbúða í þeirri blokk sem það hefur þegar staðsett sig í.Kraðak á hægri vængnum Eiríkur segir þetta stórmerkilegt. Nú sé kraðakið enn meira hægra megin, meðal þeirra sem skilgreina má sem þjóðernislegt íhald. „Sigmundur Davíð er öflugur stjórnmálamaður sem getur hæglega velgt Framsókn, Sjálfstæðisflokknum og Flokki fólksins verulega undir uggum,“ segir Eiríkur. Hann segir að mengið sé orðið flókið. „Þetta færir allan fókus hjá okkur á botnbaráttuna.“Eiríkur telur hæpið að níu flokkar muni eiga fulltrúa á þingi eftir komandi kosningar, sem þýðir einfaldlega það að kosningabaráttan verður enn harðari en þó mátti vænta.visir/eyþórEiríkur segir það afar ólíklegt að 9 flokkar nái mönnum inná þing. „Það vantar uppbótarsæti til þess að það megi heita raunhæft. Þetta er eiginlega farin að verða einskonar útsláttarkeppni.“Örvænting ávísun á hörku og popúlisma Botnbarátta og útsláttarkeppni. Það þýðir einfaldlega örvænting. Eiríkur segir líklegt að um ávísun á harðari kosningabaráttu sé að ræða. Og er þá nokkuð sagt, því áður en Sigmundur Davíð kom fram á sjónarsviðið í gær með sitt framboð þá stefndi í óvæginn slag. „Þetta er náttúrlega uppskrift að slíku. Baráttan um athyglina verður ægihörð.“ Og hugsanlega verður þetta einnig til þess að menn beiti óprúttnari meðölum sem hafa gefist vel til skemmri tíma litið, svo sem með að höfða með skýrari hætti en verið hefur til útlendingaandúðar. En, Eiríkur hefur greint að þar liggi hugsanlega 12 prósent, sem er sneið sem vart er til skiptanna. Eiríkur metur það svo að Sigmundur Davíð eigi alveg möguleika á að komast manni eða mönnum að á þing, en það verður erfitt og lífhættulegt fyrir aðra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00 Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Sjá meira
Flokkarnir mæta ráðvilltir, rifnir og tættir til leiks Sjálfstæðisflokkurinn er hornreka í íslenskum stjórnmálum og það mun hafa áhrif á komandi kosningar. 21. september 2017 09:00
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00
Kjósendur halda sig frekar innan hægri og vinstri blokkanna en flakka síður á milli Frumniðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni sem gerð var í fyrra benda til þess að þegar íslenskir kjósendur gera upp hug sinn fyrir kosningar þá virðast þeir fyrst og fremst velja á milli flokka innan hægri blokkarinnar eða vinstri blokkarinnar í íslenskum stjórnmálum frekar en að flakka á milli blokka. 25. september 2017 15:00
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent