Hefur áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2017 06:00 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og réttargæslumaður brotaþola, furðar sig á viðhorfum Hæstaréttar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Fleiri fréttir Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Sjá meira
Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19