Hefur áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 26. september 2017 06:00 Helga Vala Helgadóttir, lögmaður og réttargæslumaður brotaþola, furðar sig á viðhorfum Hæstaréttar. vísir/vilhelm „Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
„Ég hef áhyggjur af viðhorfi Hæstaréttar til þolenda heimilisofbeldis“ segir Helga Vala Helgadóttir um niðurstöðu Hæstaréttar sem hafnaði í síðustu viku kröfu þolanda heimilisofbeldis um að fyrrverandi sambýlismanni hennar verði gert að víkja úr réttarsal meðan hún gefur skýrslu við aðalmeðferð máls sem fer fram í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Hæstiréttur sneri með niðurstöðu sinni við úrskurði héraðsdóms sem taldi ljóst að nærvera ákærða við skýrslugjöfina gæti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi og haft áhrif á framburð hennar. Helga Vala er réttargæslumaður brotaþola í málinu. „Það er ótrúlegt að við séum enn á þeim stað að kona sem óttaðist um líf sitt fyrir nokkrum mánuðum, þurfi að þola að gerandinn sitji innan við fimm metra frá henni á meðan hún lýsir því fyrir dómi sem hann gerði við hana.“ segir Helga Vala og bætir við að öllum, sem horfðu á söfnunarþáttinn ‚Á allra vörum‘ um helgina og sáu viðtöl við þolendur, hljóti að vera ljóst hve alvarlegar afleiðingar heimilisofbeldis eru. Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað til þeirrar meginreglu sakamálaréttarfars að sakborningur skuli eiga þess kost að vera viðstaddur aðalmeðferð. Undantekningar frá þeirri reglu beri að skýra þröngt og ríka ástæðu þurfi til að víkja frá henni. Í málinu liggi hvorki fyrir vottorð læknis né sálfræðings til stuðnings kröfu konunnar um að hann víki úr réttarsal meðan hún gefi skýrslu. „Það er ekki eins og maðurinn hefði ekki átt þess kost á að taka til varna, þótt fallist yrði á þessa kröfu. Hann hefði fengið að vera í næsta herbergi og hlýða á skýrslutökuna meðan hún fer fram og verjandinn fengi að vera inni í réttarsalnum og spyrja vitnið,“ segir Helga Vala. Sambýlismaðurinn fyrrverandi er í málinu ákærður fyrir „nauðgun og brot í nánu sambandi, með því að hafa á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar með ofbeldi, frelsissviptingu og hótunum“. Af lýsingu í úrskurði héraðsdóms er ljóst að um mjög alvarlegt heimilisofbeldi er að ræða, nauðganir, barsmíðar og ítrekaðar líflátshótanir. Í héraðsdómi segir einnig að óumdeilt sé að brotaþoli óttaðist um líf sitt á verknaðarstundu og taldi að hún væri ekki á lífi ef nágrannar hefðu ekki orðið varir við árásina og kallað á lögregluna. Ofbeldinu linnti ekki fyrr en lögregla kom á vettvang og var konan þá flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar. Í ákæru segir að við árásina hafi konan hlotið „yfirborðsáverka víða á andliti og líkama, mar með margúlum á báðum augnlokum, marbletti undir augum og kúlu ofarlega á enni, heilahristing, rof á hljóðhimnu vinstra megin, skurð innanvert á neðri vör, marbletti og þrota í húð á upphandleggjum, mar og hrufl á hné, mar á lærum og húðrispur og mar aftan á baki“. Í málsskjölunum er tugur ljósmynda af áverkum konunnar. „Ég skil ekki af hverju þessar myndir og læknisvottorð er styðja framburð konunnar duga ekki til að Hæstiréttur sjái að nærvera mannsins yrði konunni mjög íþyngjandi við skýrslugjöfina, sé ekki hverju sálfræðimat getur bætt við þessar hræðilegu lýsingar og staðfest gögn frá bráðmóttöku,“ segir Helga Vala.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Sjá meira
Meintur nauðgari víkur ekki úr dómsal því áhrif á líðan brotaþola þóttu ósönnuð Hæstiréttur sneri í gær við úrskurði héraðsdómara um að meintum nauðgara yrði gert skylt að víkja úr dómsal á meðan konan, sem hann á að hafa brotið gegn, gefur skýrslu. 14. september 2017 11:19