Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 25. september 2017 18:53 Fundur formanna með forseta stóð yfir í um þrjá klukkutíma. Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, sat fundinn í stað Sigurðar Inga Jóhannssonar formanns. Vísir/Ernir Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“ Kosningar 2017 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Samkomulag hefur náðst milli þingflokka um lok þingstarfa og vonast er til að þingstarfi verði lokið á morgun. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylkingin og Píratar. „Fimm flokkar hafa sammælst um með hvaða hætti við ljúkum þinginu. Það liggur fyrir hvaða mál verða sett á dagskrá. Tveir flokkar styðja málin sem sett verða fyrir en hafa óskað eftir að vera ekki hluti af samkomulaginu,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, í samtali við fréttastofu. „Komumst ekki nær sameiginlegri niðurstöðu en þetta í þetta skiptið.“Vilja leggja fram breytingar á stjórnarskránniBirgitta Jónsdóttir þingflokksformaður Pírata segir að flokkurinn hafi ekki viljað skrifað undir samkomulagið vegna stjórnarskrármálsins. „Okkur tókst ekki að ná neinu samkomulagi um stjórnarskrána. Við höfum lagt fram tillögu að breytingarákvæði sem þýðir að skjóta þurfi til þjóðar ef samkomulag náist um stjórnarskrána. Við viljum áskilja okkur þann rétt að leggja það fram í þinginu á morgun,“ segir Birgitta í samtali við fréttastofu. „Við höfum lagt ofuráherslu á að við björgum þessum börnum sem nú eru í vandræðum og þegar við sáum að það er hægt að tryggja það með þrýstingi að breytt verði útlendingalögum sem tryggi þessum börnum og nokkrum öðrum skjól,“ segir Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, en flokkurinn ákvað einnig að standa utan samkomulagsins. „við getum ekki látið stilla okkur upp við vegg og látið okkur með því neita að taka þátt í nauðsynlegan breytingum að stjórnarskránni. Við fögnum málum á dagskrá en við viljum áskilja okkur rétt til að leggja fram breytingar á stjórnarskránni,“ segir hann.Lögum um uppreist æru breyttMálin sem samkomulag hefur náðst um eru fimm talsins. Fyrst ber að nefna frumvarp dómsmálaráðherra um að ákvæði um uppreist æru verði felld úr almennum hegningarlögum. „Þá fari hér í gegn og verði samþykkt og gert að lögum frumvarp um bráðabirgðaákvæði í kosningalögum vegna kosningaréttar manna sem búa erlendis. Þetta er tæknilegt mál sem þarf að klára út af kosningunum,“ segir Unnur Brá. „Þá fer á dagskrá og verði afgreitt frumvarp um breytingar á útlendingalögum. Það er flutt af þeim formönnum sem það styðja, það eru ekki allir flokkar á því. Það verði afgreitt fyrir þingfrestun og gert að lögum. Það verður flutt og afgreidd tillaga um frestun þingfunda, það verður kosið í endurupptökunefnd og fullveldisnefnd. Þar er bara verið að skipta út fólki sem hafði dottið út, það er formsatriði. Síðan mun velferðarnefnd ræða þessi NPA frumvörp sem eru tvö og fjalli um yfirlýsingu sem formennirnir ætla að undirrita varðandi hvaða vinna þurfi að eiga sér stað þannig að málin fáist afgreidd fyrir áramót ef nýtt alþingi kýs að gera það. Þannig að málið sé tilbúið til afgreiðslu ef nýtt þing kýs að gera það.“
Kosningar 2017 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira