„Mér finnst þetta rosalega dapurlegur endir á þingstörfum mínum“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. september 2017 00:01 Birgitta er ósátt með vinnubrögð Bjarna Benediktssonar. Vísir/Laufey Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. Á sama vettvangi greindi Birgitta fyrir viku frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér í næstu þingkosningum. Hún segist hafa lofað sjálfri sér að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar skrifuðu undir samkomulag sem lýtur að því með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylking og Píratar. Stöðuuppfærslan hefst með orðunum: „Jæja, þá er síðustu samningalotu minni lokið í þingheimum. Ekki tókst að fá í gegn þá sjálfsögðu lýðræðisaukningu að breyta mætti stjórnarskrá með auknum meirihluta og skjóta þeim breytingum til almennings í þjóðaratkvæði.“Birgitta segir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt „þeim ógeðfelldu brögðum að nota bága stöðu barna í neyð sem pólitíska skiptimynt til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok.“ Hún segir að Bjarni hefði hótað því að taka þingið í gíslingu ef ekki yrði fallist á vilja hans um að taka breytingatillöguna út af borðinu.Formenn flokka funduðu stíft með forseta Alþingis í dag og náðu samkomulagi um að ljúka þingstörfum.Vísir/ErnirBirgitta notar sterk orð til þess að lýsa þeim vinnubrögðum sem hún segir Bjarna hafa viðhaft. „Það var ömurlegt að horfa upp á vinnubrögð hans, en hann neitaði alfarið að ræða málin og hafði ekkert fram að færa nema hótanir og almennan dónaskap.“ Í stöðuuppfærslunni segir Birgitta auk þess að Samfylkingin og samflokksmenn hennar í Pírötum hafi ekki getað fallist á slík málalok. „Við ætlum að gera lokatilraun til að kanna vilja þingsins sem er sá að það er klár meirihluti fyrir þessari breytingu en því miður er það líka þannig að það var ekki hægt að sannfæra hina um að fara bara hart í Bjarna og sjá hvort hann hafi ekki bara verið að „blöffa“ með þessari hótun um málþóf,“ segir Birgitta. Birgitta virðist döpur í bragði eftir fundinn. „Mér finnst þetta rosalega dapur endir á þingstörfum mínum. Ég vona að kjósendur átti sig á hvaða flokkar geta breytt hlutunum til lengri tíma. En sá stöðugleiki sem fólk þráir er ekki til í okkar samfélagi þó að stundum sé svikalogn í stafni,“ segir Birgitta að endingu. Vísir sagði fyrr í kvöld frá því að Logi Már Einarsson hefði sagt frá því að á fundinum hefðu menn notað öryggi og velferð barna sem skiptimynt á fundi formanna. Smári McCarthy lét einnig í sér heyra á Facebooksíðu sinni og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Bjarni gerði deilurnar einnig að umfjöllunarefni á sinni Facebooksíðu og lét í ljós óánægju sína með skrif Smára: „Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Hér að neðan er stöðuuppfærsla Birgittu í heild: Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir, formaður Pírata, sagði á Facebooksíðu sinni að fundur með formönnum flokkanna hefði verið dapurlegur endir á þingstörfum sínum. Á sama vettvangi greindi Birgitta fyrir viku frá því að hún hygðist ekki gefa kost á sér í næstu þingkosningum. Hún segist hafa lofað sjálfri sér að hætta eftir þetta kjörtímabil, óháð lengd þess. Formenn flokkanna luku fundi með Unni Brá Konráðsdóttur, forseta þingsins, nú rétt fyrir klukkan hálf sjö en fundurinn hófst klukkan 15:15. Fimm þingflokkar skrifuðu undir samkomulag sem lýtur að því með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. Þeir flokkar sem styðja samkomulagið en hafa jafnframt óskað eftir að vera ekki hluti af því eru Samfylking og Píratar. Stöðuuppfærslan hefst með orðunum: „Jæja, þá er síðustu samningalotu minni lokið í þingheimum. Ekki tókst að fá í gegn þá sjálfsögðu lýðræðisaukningu að breyta mætti stjórnarskrá með auknum meirihluta og skjóta þeim breytingum til almennings í þjóðaratkvæði.“Birgitta segir að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi beitt „þeim ógeðfelldu brögðum að nota bága stöðu barna í neyð sem pólitíska skiptimynt til að neyða aðra flokka til samkomulags um þinglok.“ Hún segir að Bjarni hefði hótað því að taka þingið í gíslingu ef ekki yrði fallist á vilja hans um að taka breytingatillöguna út af borðinu.Formenn flokka funduðu stíft með forseta Alþingis í dag og náðu samkomulagi um að ljúka þingstörfum.Vísir/ErnirBirgitta notar sterk orð til þess að lýsa þeim vinnubrögðum sem hún segir Bjarna hafa viðhaft. „Það var ömurlegt að horfa upp á vinnubrögð hans, en hann neitaði alfarið að ræða málin og hafði ekkert fram að færa nema hótanir og almennan dónaskap.“ Í stöðuuppfærslunni segir Birgitta auk þess að Samfylkingin og samflokksmenn hennar í Pírötum hafi ekki getað fallist á slík málalok. „Við ætlum að gera lokatilraun til að kanna vilja þingsins sem er sá að það er klár meirihluti fyrir þessari breytingu en því miður er það líka þannig að það var ekki hægt að sannfæra hina um að fara bara hart í Bjarna og sjá hvort hann hafi ekki bara verið að „blöffa“ með þessari hótun um málþóf,“ segir Birgitta. Birgitta virðist döpur í bragði eftir fundinn. „Mér finnst þetta rosalega dapur endir á þingstörfum mínum. Ég vona að kjósendur átti sig á hvaða flokkar geta breytt hlutunum til lengri tíma. En sá stöðugleiki sem fólk þráir er ekki til í okkar samfélagi þó að stundum sé svikalogn í stafni,“ segir Birgitta að endingu. Vísir sagði fyrr í kvöld frá því að Logi Már Einarsson hefði sagt frá því að á fundinum hefðu menn notað öryggi og velferð barna sem skiptimynt á fundi formanna. Smári McCarthy lét einnig í sér heyra á Facebooksíðu sinni og segir að Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hafi reynt að stilla þeim upp við vegg „á þann hátt að það yrði ekkert samkomulag nema við féllum frá stjórnarskrármálinu. Með því var hann að hóta að ógna lífi barna og neita þolendum kynferðisofbeldis um réttlæti, ef ekki yrði fallið frá mjög eðlilegri kröfu um lýðræðisúrbætur,“ segir Smári sem vísar til máls sem lýtur að ríkisborgararétti til handa stúlkunum Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. Þá tekur hann jafnframt mið af máli sem snýr að breytingum á framkvæmd uppreist æru. Bjarni gerði deilurnar einnig að umfjöllunarefni á sinni Facebooksíðu og lét í ljós óánægju sína með skrif Smára: „Afsakið, en er ekki bara komið ágætt af svona löguðu? Hvað eiga svona skrif að þýða? Er þetta framlag til bættrar þjóðfélagsumræðu - leiðin til að endurheimta traust á stjórnmálum?“Hér að neðan er stöðuuppfærsla Birgittu í heild:
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58 Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19 Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53 Birgitta hættir á þingi Birgitta tilkynnti um ákvörðun sína í morgun. 16. september 2017 10:19 Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Fleiri fréttir Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Sjá meira
Segir öryggi og velferð barna notaða sem skiptimynt á fundi formanna Smári og Logi voru ekki ánægðir með vinnubrögð viðhöfð á fundi formanna. 25. september 2017 20:58
Bjarni skýtur föstum skotum á Pírata Bjarni Benediktsson forsætisráðherra telur að ekki sé æskilegt að hraða afgreiðslu á breytingum á stjórnarskrá. 25. september 2017 22:19
Stefnt á að þingstörfum ljúki á morgun Fimm þingflokkar hafa skrifað undir samkomulag um með hvaða hætti þingstörfum verði lokið. 25. september 2017 18:53