Arna Ýr ætlaði aldrei aftur að keppa í lélegum fegurðarsamkeppnum Stefán Árni Pálsson skrifar 26. september 2017 13:30 Arna Ýr er Miss Universe Iceland 2017. vísir/hanna Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir er Miss Universe Iceland 2017 en hún var krýnd í gærkvöldi í Gamla Bíó. Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. Hún mun fara fyrir hönd Íslands í keppnina Miss Universe. „Ég er svo heppin að fá þann heiður að vera fyrsta manneskjan sem vinnur bæði Ungfrú Ísland og Miss Universe Iceland,“ segir Arna Ýr Brennslunni á FM957 í morgun. Hún segir að Ungfrú Ísland og Miss Universe séu eins ólíkar keppnir og hægt er. „Það er ekki neitt hægt að líkja þessu saman. Það er mun meiri pressa í Miss Universe og maður þarf meðal annars að svara spurningum á ensku upp á sviði og það er bikiní-keppni þar og það eru dómarar frá Bandaríkjunum sem dæma hvern einasta hluta fyrir sig. Þetta er mjög öðruvísi heldur en Ungfrú Ísland, við vitum auðvitað öll hvernig sú keppni virkar.“ Arna upplifði töluvert stress í gær. „Við fengum að koma þrisvar sinnum inn á bikiní og eftir fyrstu innkomu mína höfðum við eina mínútu til að komast aftur upp á svið. Ég þurfti að fara niður þröngar tröppur og aftur upp þröngar tröppur hinumegin. Ég varð fyrir því að detta í tröppunum og hællinn minn brotnaði af skónum. Ég þurfti að hlaupa og næ rétt svo að skipta um skó.“Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015.InstagramArna Ýr vakti mikla athygli í fyrra þegar hún hætti keppni í Miss Grand International eftir að eigandi keppninnar setti út á holdarfar hennar. Lýsti hún því yfir í lok október í fyrra að hún myndi ekki taka þátt í slíkri keppni aftur.„Ég er komin með þvílikt upp í kok á þessu. Ég mun ekki gera þetta aftur. Ég var komin með þá hugmynd að hætta en þetta alveg sannaði það fyrir mér. Mér finnst samt eins og ég hafi hætt á toppnum. Með góð skilaboð út í samfélagið,“ sagði Arna Ýr í samtali við Stöð 2 eftir að hún hætti við að taka þátt í Miss Grand International í fyrra. „Ég sagði að nú væri komið gott af lélegum keppnum og ég sætti mig ekki við neitt nema góðar keppnir. Það er það sem fólk er að misskilja. Ég ætlaði bara að hætta að láta mig hafa eitthvað sem ég væri ekki að fíla. Þessi keppni var númer 1,2 og 3 æðisleg og þess vegna er ég í þessu.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Miss Universe Iceland Tengdar fréttir Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25 Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00 Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Arna Ýr Jónsdóttir krýnd Miss Universe Iceland Arna Ýr er vel kunnug fegurðarsamkeppnum en hún var krýnd Ungfrú Ísland árið 2015. 25. september 2017 23:25
Segir að keppendum finnist skemmtilegt að koma fram á sundfötum „Ég vil ekki heyra minnst á megrunarkúra eða einhvers konar kröfur um ákveðið útlit,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Miss Universe Iceland sem fer fram á mánudag. 21. september 2017 14:00