Einn besti erlendi leikmaðurinn í Pepsi deildinni vill verða Íslendingur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2017 12:00 Cloe Lacasse fagnar bikarmeistaratitlinum með félögum sínum í ÍBV-liðinu. Vísir/Ernir Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Cloe Lacasse hefur spilað frábærlega með ÍBV liðinu undanfarin þrjú tímabil og hjálpaði Eyjaliðinu að vinna bikarinn í sumar. Nú vill einn besti leikmaðurinn í Pepsi deildinni verða Íslendingur. Cloe sagðist í viðtali vefsíðuna fotbolti.net hafa áhuga á að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. „Ég hef verið að skoða þann möguleika að sækja um Íslenskan ríkisborgararétt, það hafa mörg skref verið tekin en þetta er langt og flókið ferli. Ég vil byrja á umsóknarferlinu sem fyrst og ég vona að á næsta ári að möguleikinn á að verða Íslendingur verði að veruleika," sagði Cloe við Fótbolta.net. Cloe Lacasse er með 13 mörk í 15 leikjum í Pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 33 mörk fyrir ÍBV í efstu deild á þessum þremur tímabilum. Þegar ÍBV vann bikarinn á dögunum þá skoraði hún og lagði upp mark í úrslitaleiknum. ÍBV skoraði síðan sigurmarkið úr vítaspyrnu sem hún fiskaði. Cloe segist elska að vera á Íslandi og hún hefur verið dugleg að ferðast um landið. Hún segir vera orðin Eyjakona. „Fólk heldur að það sé erfitt fyrir útlending að aðlagast lífinu í Vestmannaeyjum því hún er lítil og einangruð. Hinsvegar hefur tíminn minn þar verið ótrúlegur, þú byrjar smátt og smátt að þekkja heimamennina og áður en þú veist af ertu orðinn ein af þeim, ég alla vega lít á mig sem eina af þeim," segir Cloe í fyrrnefndu viðtali. Cloe segir ennfremur að það yrði mikill heiður fyrir sig að fá tækifæri að spila með íslenska landsliðinu fái hún íslenskan ríkisborgararétt. Það er hægt að lesa allt viðtalið við hana hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira