Segir veginn um Dynjandisheiði ekki boðlegan Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2017 19:00 Mikil umferðaraukning hefur verið á veginum um Dynjandisheiði undanfarin ár sem þolir ekki álagið. Mynd/Ragnar Þorsteinsson „Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020. Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er alla vega ekki vegur, svo mikið er víst,“ segir Ragnar Sveinbjörnsson, íbúi í Bolungarvík sem nýverið þurfti að skreppa á Patreksfjörð. Leiðin lá um Dynjandisheiði en vegurinn þar yfir er í afar slæmu ástandi. „Ég var að skjótast í sambandi við vinnu. Það varð dýrara en það átti að verða,“ segir Ragnar í samtali við Vísi en stærðarinnar kúla hefur myndast á öðru afturdekkinu á bíl Ragnars og væntir hann þess að dekkið muni springa.Ástand vegarins er á köflum skelfilegt.Mynd/Ragnar Þorsteinsson.Ragnar tók meðfylgjandi myndir og myndband sem sjá má hér til hliðar og fyrir neðan. Dynjandisheiðin er einn lengsti samfelldi ómalbikaði kaflinn sem eftir er á aðalþjóðvegakerfi landsins. Með auknum straumi ferðamanna hefur umferð um veginn aukist. Greindi Ríkisútvarpið frá því í sumar að Vegagerðin hafi ekki fjármagn til að viðhalda veginum, miðað við þá umferðaraukningu sem átt hefur sér stað að undanförnu. Segir Ragnar að á köflum hafi hann þurft að keyra löturhægt yfir, svo holóttur er vegurinn. Þó horfir til betri tíðar en líklegt er að Vestfirðingar þurfi ekki að lifa með þessum vegi mikið lengur. Líkt og kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðasta mánuði liggja fyrir drög að matsáætlun vegna nýs vegar yfir heiðina milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en einnig til Bíldudals. Telur yfirverkstjóri Vegagerðarinna á Ísafirði að með því fáist góður heilsársvegur yfir Dynjandisheiði. Vegurinn þarf þó fyrst að fá grænt ljós í mats- og skipulagsferli. Líkt og kom fram í umfjöllun Stöðvar 2 um veginn er það langt ferli. Gangi það vel ætti það ferli að taka tvo til þrjú og standa vonir til að vinna við veginn geti mögulega hafist 2020.
Samgöngur Tengdar fréttir Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45 Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Byrjaðir að grafa Dýrafjarðargöng Vestfirðingar fagna því að framkvæmdir séu hafnar við langþráð jarðgöng sem verða mikil samgöngubót 27. júlí 2017 20:45
Dynjandisheiði verður betri heilsársvegur en Steingrímsfjarðarheiði Nýr vegur yfir Dynjandisheiði verður betri en leiðin um Steingrímsfjarðarheiði. Vestfirðingar leggja áherslu á að Dynjandisheiði fylgi Dýrafjarðargöngum. 14. ágúst 2017 13:30