Eignin er 383 fermetrar og þar af 85 fermetra bílskúr og 85 fermetra aukaíbúð á neðri hæðinni.
Húsið stendur á hornlóð á glæsilegum útsýnisstað á Arnarnesinu með útsýni m.a. út á sundin og að Snæfellsjökli.
Fasteignamat eignarinnar er 106 milljónir en húsið var byggt árið 1981. Rut Káradóttir innanhúsarkitekt hefur komið að skipulagi við innanhússbreytingar á húsinu.
Gólfefnin í húsinu eru að stórum hluta flotuð og er búið að endurnýja stóran hluta af eigninni en hér að neðan má sjá myndir af eigninni.





