Sandra: Hvetjum atvinnurekendur til að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 08:00 Sandra María ætlar sér að lyfta bikarnum eftirsótta um kvöldmatarleytið. vísir/eyþór Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira
Sandra María Jessen, fyrirliði Þórs/KA, segir að það sé mikil stemning fyrir leik dagsins á Akureyri og allt sé gert til þess að hjálpa fólki að komast á völlinn í tíma. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Það er rosalega mikil tilhlökkun hjá öllum,“ segir Sandra María en leikurinn gegn FH hefst klukkan 16.15 og þá eru ansi margir fastir í vinnu eða að skutlast með börnin sín. „Við höfum verið að hvetja atvinnurekendur til þess að hleypa fólki fyrr heim úr vinnunni svo það geti séð leikinn. Hann er auðvitað á asnalegum tíma og leiðinlegt því það á að gera mikið í kringum leikinn. Það verður stuðningsmannasveit í stúkunni með trommur og læti meðal annars. Það á að gera allt sem er hægt til þess að skapa sem besta stemningu á leiknum.“ Miðað við tímasetninguna má búast við því að margir komist ekki fyrr en á seinni hálfleik en það verður kveikt á grillinu og allir velkomnir, hvenær svo sem þeir komast. „Það er leiðinlegt að þetta sé svona því það er mikið undir.“ Þór/KA gat tryggt sér titilinn um síðustu helgi en tapaði óvænt, 3-2, gegn Grindavík. Þar af leiðandi er spenna í dag. „Við erum búnar að hrista vonbrigðin af okkur og þetta var ágætis vakning. Alveg eins og þegar við töpuðum í Eyjum fyrr í sumar. Leikurinn gegn Stjörnunni sem kom í kjölfarið var einn okkar besti leikur í sumar. Við erum að tækla þetta mótlæti eins og við gerðum þá. Við erum að reyna að nýta okkur pirringinn og vonbrigðin til þess að peppa okkur. Það er góð blanda af spennu og tilhlökkun í hópnum,“ segir Sandra ákveðin og segir liðið alls ekki vera að fara á taugum. „Engan veginn. Þetta er bara eins og hver annar fótboltaleikur nema það er aðeins meira undir. Það er því enn meiri vilji til þess að hafa hausinn í lagi.“ FH kemur í heimsókn til Akureyrar og getur eyðilagt teitið þar í bæ. Lið FH er ólseigt og tapaði 0-1 í fyrri leiknum gegn norðanstúlkum. „Þar skoraði fimmtán ára stelpa sigurmarkið fyrir okkur í lokin og við vitum því vel að þetta verður hörkuleikur. Þetta er alls ekki komið. Við erum ekki búnir að taka á móti titlinum en stefnum að sjálfsögðu að því.“ Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi og einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Sjá meira