Formaður framsóknarkvenna hættir í flokknum: Segir hannaða atburðarás hafa markað djúp spor Birgir Olgeirsson skrifar 27. september 2017 13:51 Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landsambands framsóknarkvenna. Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“ Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, formaður Landssambands framsóknarkvenna, hefur sagt af sér trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. Hún greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar kemur fram að sú hannaða atburðarás sem opinberaðist á flokksþingi framsóknarmanna í október í fyrra hafi markað djúp spor þegar Sigurður Ingi Jóhannsson felldi sitjandi formann flokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson, í formannskjöri. „Sú atburðarás var aðeins forsmekkurinn af þeim vinnubrögðum sem svo endurspeglaðist í dæmalausri ákvörðun landsstjórnar flokksins á fundi 19. september sl. Boðun þess fundar og ákvarðanir sem á honum voru teknar samrýmast á engan hátt umgjörð þeirra stoða sem Framsóknarflokkurinn stendur á. Nú er endanlega komið í ljós að lög og reglur flokksins eru að engu hafðar, regluverk sem á að koma í veg fyrir þær aðstæður sem ákveðinn hópur manna sköpuðu,“ skrifar Anna. Hún segir mikla umbótarvinnu hafa átt sér stað innan flokksins frá árinu 2009 sem er nú að engu höfð. Tekur hún fram að í hátíðarútgáfu Tímans, sem gefin var út í tilefni 100 ára afmælis flokksins, hafi varla verið minnst einu orði á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formann flokksins. „Eins og ætlunin hafi verið að reyna að gleyma öllu því góða sem hann hefur unnið fyrir flokkinn og fólkið í landinu. Að við ættum bara að gleyma manninum Sigmundi Davíð. Nú hefur hann stigið skrefið til fulls og yfirgefið flokkinn, tekið skrefið sem ákveðnir aðilar innan flokksins hömuðust við að fá hann til að taka, ryðja honum úr vegi.“ Hún segist ávallt hafa talið sig til grasrótar Framsóknarflokksins en segist ekki hafa orðið vör við sáttaumleitanir Sigurðar Inga eftir atburði undangenginna mánuði. „Gleymdist kannski að tala við grasrótina – þannig týndist tíminn.“
Tengdar fréttir Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51 Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51 Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00 Mest lesið Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður „Við sjáum að heimamenn eru niðurbrotnir“ Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Sjá meira
Sveinbjörg Birna útilokar ekki að fara fram með Sigmundi Davíð Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi, útilokar ekki að bjóða sig fram fyrir nýjan stjórnmálaflokk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins. 25. september 2017 12:51
Guðfinna Jóhanna dregur framboð sitt til baka Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir borgarfulltrú hefur ákveðið að draga til baka framboð sitt um að leiða lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. 26. september 2017 21:51
Til hvers að starfa með fólkinu sem vildi drepa mig? Nýtt afl Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar áformar að bjóða fram lista í öllum kjördæmum landsins. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir flokkseigendafélag Framsóknar hafa haft það meginmarkið að koma honum frá. 25. september 2017 06:00