Útlendingastofnun segir að lagabreytingar geti aukið hættuna á smygli á börnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. september 2017 14:15 Útlendingastofnun fer með málefni hælisleitenda. Vísir/Stefán Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð. Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Það er mat Útlendingastofnunar að allar breytingar á útlendingalögum sem benda til þess að börn eða fjölskyldur með börn geti fengið betri málsmeðferð eða niðurstöðu varðandi umsókn um alþjóðlega vend geti aukið hættuna á mansali eða smygli á börnum. Hins vegar taki þær breytingar sem gerðar voru á lögunum á Alþingi í nótt til skýrt afmarkaðs hóps barna sem staddur er á landinu og það lágmarki því líkurnar á því að hættan á mansali aukist. Þetta kemur fram í skriflegu svari Útlendingastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins bentu á það á Alþingi í gær að það væri mat þeirra að breytingar í þá veru sem gerðar voru á útlendingalögunum geti aukið líkurnar á mansali eða smygli á börnum. Skiluðu fulltrúar flokksins í allsherjar-og menntamálanefnd minnihlutaáliti varðandi þetta við meðferð frumvarpsins á þingi í gær. Rímar sjónarmið þeirra ágætlega við mat Útlendingastofnunar en Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, sagði í samtali við Vísi í morgun að hún hefði ekki áhyggjur af því að mansal myndi aukast, jafnvel þótt gerðar yrðu víðtækari lagabreytingar sem tækju almennt til allra barna sem myndu sækja hér um alþjóðlega vernd. Eitt staðfest tilvik hefur komið upp hér á landi þar sem barn var á ferð með sér ótengdum einstaklingi, að því er segir í svari Útlendingastofnunar. „Málið var sent lögreglu, eins og alltaf er gert ef grunur um mansal vaknar hjá Útlendingastofnun, sem fór með málið í samvinnu við barnaverndaryfirvöld,“ segir í svarinu. Í dag hafa stjórnvöld hér til meðferðar mál um 80 barna sem sótt hafa um hæli hér á landi. Útlendingastofnun segir ekki hægt að svara því að svo stöddu á hversu mörg börn lagabreytingin mun hafa bein áhrif, það er að segja hversu mörg mál mun taka lengri tíma en 9 mánuði að afgreiða í Dyflinnarmeðferð eða 15 mánuði í efnismeðferð.
Flóttamenn Tengdar fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45 Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Hefur ekki áhyggjur af því að mansal aukist með breytingum á útlendingalögum Guðríður Lára Þrastardóttir, lögfræðingur hjá Rauða krossinum, segir erfitt að segja til um það hversu mörg börn muni fá alþjóðlega vernd hér í kjölfar þess að Alþingi samþykkti breytingar á lögum um útlendinga í nótt. 27. september 2017 11:45
Samþykktu breytingar á útlendingalögum Sautján þingmenn Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn því. 27. september 2017 06:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent