Framboðslistar flokkanna væntanlega tilbúnir í lok næstu viku Heimir Már Pétursson skrifar 27. september 2017 21:00 Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Stöð 2/Grafík Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess. Kosningar 2017 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir eru að ganga frá framboðslistum sínum þessa dagana og er útlit fyrir að þeir verði flestir tilbúnir í lok næstu viku. Nær undantekningalaust verður stillt upp á listana end aðeins ár síðan síðast var kosið til Alþingis og stuttur tími fram að kjördegi. Eftir tæpar fimm vikur ganga landsmenn eina ferðina enn að kjörborðinu til að kjósa fulltrúa á þing. Á fráfarandi þingi áttu í fyrsta skipti sjö stjórnmálaflokkar fulltrúa á þingi. En í kosningunum hinn 28. október stefnir í að jafnvel átta flokkar gætu náð fulltrúum á þing og það er ekki víst að það auðveldi stjórnarmyndun. Kjördæmisráð gömlu flokkanna í hverju kjördæmi ráða því hvernig stillt er upp á lista þeirra. Kjördæmisráð Sjálfsætisflokksins í Reykjavík kemur saman í kvöld og í Suðvesturkjördæmi á morgun en í öðrum kjördæmum verða málin afgreidd um komandi helgi. Búist er við að stillt verði upp í öllum kjördæmum. Það sama er upp á teningnum í Framsóknarflokknum nema í Norðvesturkjördæmi þar sem boðað hefur verið til tvöfalds kjördæmaþings hinn 8. október þar sem tekist er á um hver skipar fyrsta sæti listans, en eftir það munu allir listar flokksins væntanlega liggja fyrir. Uppstilling verður líka almenna reglan hjá Vinstri grænum nema í Suðvesturkjördæmi þar sem Ólafur Þór Gunnarsson, Ingvar Arnarson og Sigursteinn Másson sækjast allir eftir öðru sæti og því verður viðhaft forval í því kjördæmi. Síðan verður uppstilligu á lista flokksins í Norðausturkjördæmi ekki lokið fyrr en að loknum landsfundi VG dagana 6. til 8. október, ar sem tveir frambjóðendur í kjördæminu sækjast einnig eftir varaformannsembættinu í flokknum. Píratar eru einir um að halda prófkjör í öllum kjördæmum. Það hófst síðast liðin laugardag og lýkur næst komandi laugardag. Samfylkingin stillir upp á lista í fjórum kjördæmum um komandi helgi og í Suðvesturkjördæmi hinn 3. október. Þá verður boðað til aukins kjördæmaþings í Norðvesturkjördæmi þar sem forval fer fram um fulltrúa í fjögur efstu sætin en listarnir verða síðan allir afgreiddir á flokksstjórnarfundi hinn 6. október, Hjá Viðreisn verður stilt upp á lista í öllum kjördæmum og áætlað að því verði lokið í næstu viku og stjórn Bjartrar framtíðar greiðir sömuleiðis atkvæði um tillögur uppstillingarnefndar í næstu viku. Flokkur fólksins tekur ákvörðun á laugardag um hvernig verður staðið að uppstillingu á lista flokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að á næstu dögum liggi fyrir hvað framboð hans verði kallað og hvernig skipað verði á lista þess.
Kosningar 2017 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent