Brýnt að ná góðum tengslum við breska ráðamenn Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. september 2017 06:00 Guðlaugur Þór flaug utan í gærmorgun eftir að þingi var slitið á Alþingi. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“ Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hélt ávarp í gær við opnun breskrar hugveitu sem ber heitið Stofnun frjálsra viðskipta. Hann átti við það tækifæri tvíhliða fund með Liam Fox, sem er ráðherra yfir málum milliríkjaviðskipta í bresku ríkisstjórninni. „Það sem við vorum að ræða var tvíhliðasamskipti Íslands og Bretlands við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu,“ segir hann. Guðlaugur Þór segir þetta hafa verið forgangsmál hjá utanríkisráðuneytinu frá því að Bretar samþykktu að ganga úr Evrópusambandinu. „Enda er þetta næstmikilvægasta viðskiptaland okkar Íslendinga á eftir Bandaríkjunum. Við höfum lagt mikið upp úr því að ná góðum tengslum við breska ráðamenn og sömuleiðis æðstu embættismenn og þetta er bara liður í því,“ segir Guðlaugur Þór. Breskir fjölmiðlar segja hugveituna vera nokkurs konar samfélag harðlínu-Brexit sinna. Guðlaugur Þór segist ekki taka afstöðu til breskra stjórnmála. „Boris Johnson bauð mér á þennan fund en það er ekki þar með sagt að ég sé að taka einhverja afstöðu í einhverjum málum innan breska Íhaldsflokksins. Það er mikil umræða um Brexit hérna í Bretlandi en ég er ekki að taka þátt í þeim umræðum og það var ekki til umræðu á þessum fundum. Hann segir heimsóknina einkum vera lið í því að undirbúa samskiptin við Breta eftir Brexit. „Ég er búinn að hitta núna alla þá ráðherra sem að þessum málum koma hjá Bretum en ég átti eftir að hitta Liam Fox. Það hefur staðið yfir nokkuð lengi og þetta var kjörið tækifæri til að setjast niður með honum.“
Brexit Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira