Nýja göngubrúin fallin eftir aðeins fjórar vikur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. september 2017 23:04 Svona leit göngubrúin út í dag. Hólmsá í foráttuvexti. Jón Kjartansson Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag. Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Göngubrú yfir Hólmsá á Mýrum í Hornafirði, sem var hluti nýrrar gönguleiðar sem opnuð var fyrir aðeins fjórum vikum, er fallin í vatnavöxtum dagsins. „Hún er ekki falleg. Hún er ónýt,” sagði Jón Kjartansson, gröfumaður á Háhóli í Hornafirði, í samtali við fréttastofuna í kvöld, en hann fór um svæðið í dag. Göngubrúin yfir Hólmsá áður en hún féll, Fláajökull í baksýn.Vatnajökulsþjóðgarður.Svo vill til að fjallað var um göngubrúna í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hún er milli Fláajökuls og Heinabergsjökuls og var henni ætlað að greiða leið göngufólks að skriðjöklunum á Mýrum.Brúin hékk enn í öðrum stöplinum um miðjan dag.Jón Kjartansson„Þegar ég var þarna um tvö-þrjúleytið í dag þá var norðurstöpullinn fallinn. Ég held að það séu 90 prósent líkur á því að hún sé endanlega fallinn núna. Þetta er ekkert venjulegt vatn,” sagði Jón. Hann tók meðfylgjandi myndir af brúarleifunum í dag.Hér sést annar brúarstöpullinn.Mynd/Jón Kjartansson.Hann kveðst aldrei hafa séð Hólmsá í jafnmiklum ham og núna. Hún hafi síðast gert usla árið 2002. „En það var ekkert miðað við það sem er að gerast núna. Þetta er alveg fáránlegt. Menn verða að byggja stærri brú næst, miðað við allt þetta vatn.” „Þessi brú er lítið miðað við allt annað sem gengur á,” sagði Sigurlaug Gissurardóttir, bóndi á Brunnhóli, í kvöld. Hún segir Hólmsá í gríðarlegum ham. Hún hafi brotið sér leið í gegnum hringveginn við Hellisholt. Menn hafi þá ákveðið að rjúfa að minnsta kosti þrjú skörð í veginn til að þjóðvegurinn eyðilegðist ekki allur. Hér að neðan má sjá myndband sem Jón Kjartansson tók við Hólmsá í dag.
Veður Tengdar fréttir Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26 Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Við erum miður okkar að hafa misst brúna "Við erum alveg miður okkar, aðstandendur þessa verkefnis. En sem fyrr sannast að við megum okkar einskis gagnvart náttúrunni,” sagði Helga Árnadóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður á Höfn. 28. september 2017 09:26
Nýjar göngubrýr greiða fólki leið að skriðjöklum Ferðamönnum hefur opnast ný gönguleið um eitt stórfenglegasta jöklasvæði landsins, með þremur göngubrúm yfir jökulár á Mýrum í Hornafirði. 26. september 2017 23:04