Þyrlan flýgur með nauðsynjavörur á bæi sem eru innlyksa vegna vatnavaxta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2017 12:23 Skemmdir eru á þjóðveginum austan Hólmsár eins og sjá má á þessari mynd. Inga Stumpf Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum. Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Von er á þyrlu Landhelgisgæslunnar innan skamms á Suðausturland þar sem gríðarlegir vatnavextir eru vegna úrkomu í gær og í dag. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveitanna á Suðausturlandi, segir að á milli 20 til 25 bæir séu innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vagnsstöðum. „Staðan á bæjunum er almennt góð en það þarf að koma einhverjum nauðsynjavörum til fólks. Við munum nota þyrluna til að fara með vörur á einhverja bæi en síðan er líka vegsamband innan svæðisins,“ segir Friðrik sem telur að bæirnir verði innlyksa í um fjóra til fimm daga. Hann kveðst ekki vera með nákvæma tölu yfir hversu margir eru innlyksa þar sem enn sé verið að taka það saman.Bæir í Suðursveit og á Mýrum eru innlyksa vegna mikillar úrkomu og vatnavaxta á svæðinu.loftmyndirLandsbjörg er með bíl inni á svæðinu og tvo björgunarsveitarmenn auk þess sem björgunarsveitarhópar eru sitthvoru megin við svæðið á lokunarpóstum. Friðrik segir að eina leiðin til að komast inn á svæðið sé með þyrlunni. „Við erum búnir að vera í sambandi við fólk á bæjunum sem eru innlyksa og taka niður pantanir til dæmis úr Nettó og Lyfju og reynum að koma vörum til þeirra síðar í dag,“ segir Friðrik. Í tilkynningu frá Vegagerðinni nú rétt fyrir hádegi kom fram að ekki væri útlit fyrir að hringvegurinn myndi opna fyrr en í fyrsta lagi á sunnudag en hann er lokaður við Hólmsá á Mýrum. Þá er verið að kanna aðstæður við Steinavatnabrú í Suðursveit sem lokað var fyrir allri umferð í morgun. Friðrik segist telja það bjartsýni að geta opnað veginn á sunnudag. „Ég myndi mála svartari vegg og segja að vegurinn verði lokaður um óákveðinn tíma. Ég mndi telja að hann yrði ekki opnaður fyrr en eftir helgi.“Inga Stumpf tók meðfylgjandi myndir frá aðstæðunum á þjóðvegi 1 rétt austan við Hólmsá á Mýrum.
Veður Tengdar fréttir Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33 Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14 Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Alvarlegt ástand fyrir austan Alls komu um fimmtíu manns í fjöldarhjálparstöðvar í gærkvöldi sem opnaðar voru vegna veðursins, annars vegar í Hofgarði og hins í Mánagarði. 28. september 2017 08:33
Óvissustig almannavarna vegna úrkomu og vatnavaxta á Mýrum Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi lýst yfir óvissustigi almannavarna vegan úrkomu og vatnavaxta á Mýrum í Austur-Skaftafellssýslu. 28. september 2017 11:14