Bílaleigur leggja þung gjöld á ferðamenn vegna flóðanna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. september 2017 15:23 Brúin yfir Kolgrímu við Skálafell rétt vestan við Mýrar. Eins og sjá má er rennsli í ánni mjög mikið. Lögreglan á Suðurlandi Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa. Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar vinna nú að því að aðstoða heimamenn á Mýrum og í Suðursveit en eins og kunnugt er er vegurinn um brúna yfir Steinavötn lokaður og brúin eitthvað farin að síga. Þá hafa verið rofin skörð í veginn austan við Hólmsá og flæðir vatn þar nú í gegn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Starfsfólk á Höfn, bæði lögreglumaður og ljósmóðir, voru flutt til vinnu með þyrlu Landhelgisgæslunnar í morgun. Þá hafa ferðamenn þurft að skilja bíla sína eftir á lokunarsvæðum og dæmi eru um að bílaleigur hér á landi leggi veruleg gjöld á ferðamenn vegna þessa. Önnur séu þó viljug til að leysa málin með sanngjörnum hætti. Þyrlan nýtt í bak og fyrir Mikið vatn liggur nú á túnum og á láglendi og enda þótt nú hafi stytt nokkuð upp gera spár ráð fyrir mikilli rigningu í fyrramálið. Því er ljóst að vegasamband verður ekki komið á við þess bæi fyrr en um eða eftir helgi. Þá skipta afdrif brúarinnar yfir Steinavötn öllu máli því ef hún rofnar mun taka lengri tíma að koma umferð á hringveginn um Suðurlandið. Með flugi LHG úr Reykjavík í morgun fóru verkfræðingar Vegagerðar til að meta ástand brúarinnar og mögulegar aðgerðir til að bjarga henni. Þá flutti hún lögreglumann af Suðurlandi austur og ljósmóður frá Kirkjubæjarklaustri á Höfn vegna vinnu hennar þar. Nú er verið að nýta þyrluna í að fljúga með starfsmenn lögreglu, Vegagerðar og Rarik til að meta ástand vega og veitukerfis. Ásamt því að huga að búfénaði sem vera kann í flóðvatni innan svæðisins. 50-60 ferðamenn innlyksa Síðan verða fluttar nauðsynlegar vistir til íbúa innan lokunarinnar, lyf, bæði fyrir menn og skepnur og annað sem ekki getur beðið. Þá er verið að skipuleggja úrlausnir fyrir ferðamenn innan lokunarinnar en þar munu milli 50 og 60 manns vera stopp, flestir á Smyrlabjörgum og allir í góðu yfirlæti. Í tilkynningu lögreglu kemur jafnframt fram að ljóst sé að einhverjir ferðamannanna munu þurfa að skilja bílaleigubíla sína eftir innan lokunarinnar og hafa flestar bílaleigur verið viljugar til að leysa það með sanngjörnum hætti. Þó eru til dæmi um leigur sem virðast ekki hafa skilning á neyð þessara ágætu ferðamanna og leggja veruleg gjöld á þá vegna þessa.
Ferðamennska á Íslandi Veður Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira